fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Uppáhaldsbækur fræga fólksins

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 16. júní 2016 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sem hafa áhuga á bóklestri finna sér tíma til að lesa, jafnvel þótt þeir séu í annasömu starfi. Fræga fólkið á sér sínar uppáhaldsbækur.

Litli Bretaprinsinn Georg hefur sérstakt dálæti á bókinni Greppikló eftir Juliu Donaldson. Systir hans Karlotta er einnig sögð hafa þá bók í hávegum.
Georg prins Litli Bretaprinsinn Georg hefur sérstakt dálæti á bókinni Greppikló eftir Juliu Donaldson. Systir hans Karlotta er einnig sögð hafa þá bók í hávegum.

Jákvæðni og umburðarlyndi hefur ekki geislað frá Trump í kosningabaráttunni vestanhafs en það breytir engu um það að uppáhaldsbók hans er Power of Positive Thinking eftir Norman Vincent Peale.
Donald Trump Jákvæðni og umburðarlyndi hefur ekki geislað frá Trump í kosningabaráttunni vestanhafs en það breytir engu um það að uppáhaldsbók hans er Power of Positive Thinking eftir Norman Vincent Peale.

Knattspyrnustjóri Manchester United hefur bók bókanna, Biblíuna, í miklum hávegum.
Jose Mourinho Knattspyrnustjóri Manchester United hefur bók bókanna, Biblíuna, í miklum hávegum.
Uppáhaldsbók Stephen King er Lord of the Flies eftir Nóbelsverðlaunahafann William Golding, en þar er fjallað um lífsbaráttu barna á eyðieyju og illskuna sem þar grefur um sig. Uppáhaldsbók Obama er einnig eftir Nóbelsverðlaunahafa, Söngur Salómons eftir Toni Morrison.
Stephen King og Barack Obama Uppáhaldsbók Stephen King er Lord of the Flies eftir Nóbelsverðlaunahafann William Golding, en þar er fjallað um lífsbaráttu barna á eyðieyju og illskuna sem þar grefur um sig. Uppáhaldsbók Obama er einnig eftir Nóbelsverðlaunahafa, Söngur Salómons eftir Toni Morrison.
Uppáhaldsbók Hillary er Karamazov bræðurnir eftir Dostojevskíj, örugglega ein besta skáldsaga sem skrifuð hefur verið.
Hillary Clinton Uppáhaldsbók Hillary er Karamazov bræðurnir eftir Dostojevskíj, örugglega ein besta skáldsaga sem skrifuð hefur verið.
Uppáhaldsbók Dr. Phil er ekkert slor, To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Meistaraverk sem hefur haft mikil áhrif á þá sem það lesa en þar er fjallað um kynþáttahatur og aðalpersónan Atticus Finch hefur orðið táknmynd umburðarlyndis.
Dr. Phil Uppáhaldsbók Dr. Phil er ekkert slor, To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Meistaraverk sem hefur haft mikil áhrif á þá sem það lesa en þar er fjallað um kynþáttahatur og aðalpersónan Atticus Finch hefur orðið táknmynd umburðarlyndis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“