fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Kourtney fékk sér pylsu á Bæjarins Beztu: Tók remúlaðið af og henti því í ruslið

Kim Kardashian hitti systur sína við pylsuvagninn í Tryggvagötu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. apríl 2016 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kourtney Kardashian og Jonathan Ceban komu við á Bæjarins Beztu í Tryggvagötu og fengu sér pylsu. Fetuðu þau þar með í fótspor Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fékk sér pylsu með sinnepi. Önnur frægðarmenni hafa gert slíkt hið sama, til að mynda meðlimir hljómsveitarinnar Metallica.

Samkvæmt upplýsingum DV fékk Kourtney sér pylsu með remúlaði, tómatsósu og sinnepi. Kourtney virtist ekki mikið gefin fyrir remúlaðið því hún skóf það af pylsunni sinni og henti því í ruslið. Jonathan fékk sér pylsu í brauði, en eftir því sem næst verður komist var ekkert á pylsunni hans.

Kim Kardashian slóst í hópinn með þeim Kourtney og Jonathan við pylsuvagninn í Tryggvagötunni nú eftir hádegi, en fyrr í dag spókuðu þau Kourtney og Jonathan sig um á Skólavörðustígnum og á Laugavegi. Öryggisgæsla í kringum hópinn er mikil. Þegar þetta er skrifað hefur Kim ekki enn fengið sér pylsu.

Var umkringd aðdáendum í miðborginni í dag.
Kourtney Var umkringd aðdáendum í miðborginni í dag.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna