fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Ragna Fossberg: „Mömmu hef ég alltaf kallað systur mína“

Var ættleidd af ömmu sinni og hefur aldrei kynnst föður sínum

Auður Ösp
Föstudaginn 25. mars 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragna Fossberg,einn ástsælasti förðunarmeistari þjóðarinnar ólst upp við nokkuð óvenjulegar fjölskylduaðstæður. Móðir hennar var heilsulítil og var Ragna því ættleidd af ömmu sinni sem gekk henni í móðurstað. Föður sinni þekkti hún hins vegar aldrei.

Ragna er í ítarlegu viðtali við Páskablaði DV þar sem hún ræðir meðal annars hið óvenjulega fjölskyldumynstur. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og blóðmóðir hennar bjó hjá þeim. Hún segist hafa fengið „fínt uppeldi“: „Ég fékk uppeldi mitt frá tveimur konum og þekki ekki föður minn. Ég veit ekki hver hann er. En það undarlegasta er kannski að ég hef aldrei haft einhverja löngun til að komast að því.“

Sú staðreynd að Ragna var ættleidd af ömmu sinni var aldrei rædd að hennar sögn. „Ég man alltaf eftir því þegar ég þurfti að fá fæðingarvottorð fyrir ferminguna, þá hreinlega las ég það þar að ég væri ættleidd af ömmu minni. Auðvitað vissi ég þetta en það var aldrei rætt. Þetta var fyrsta staðfestingin sem ég fékk svart á hvítu á blaði. Mömmu hef ég alltaf kallað systur mína þó að hún hafi verið 28 ára þegar hún átti mig.“

Viðtalið við Rögnu má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það