fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Sigurjón Sighvatsson: „Fékk það sem ég hélt að væri venjuleg flensa en stóð svo ekki upp í marga mánuði“

Líkaminn gaf sig vegna vinnuálags

Auður Ösp
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flensan kom alltaf aftur og aftur og aftur,“ segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi með meiru en hann keyrði sig í þrot vegna vinnuálags árið 1990. Hann segist verða mikið var við kulnun í starfsumhverfi sínu og það fari síst af öllu minnkandi.

Í samtali við Fréttatímann segir Sigurjón að að hann verið undir gífurlega streituvaldandi álagi í upphafi tíunda áratugarins. Hann flaug sífellt á milli tímabelta í tengslum við framleiðslu á vinsælum sjónvarpsseríum. „Á sama tíma var ég að setja upp skrifstofur í London og New York og ég veiktist fyrst alvarlega þegar ég var nýkominn úr flugi frá London, fékk það sem ég hélt að væri venjuleg flensa en stóð svo ekki upp í marga mánuði,“ segir hann en hann hafði á þessum tíma enga hugmynd um hvað væri að hrjá hann og læknar sýndu honum lítinn skilning.

„Ég var alltaf máttlaus og stöðugt þreyttur, mér leið alltaf eins og ég væri með smá hita,“ segir Sigurjón jafnframt en hann var að lokum greindur með síþreytu. Líkaminn hafði gefið sig. Hann segist verða mikið var við kulnun í því umhverfi sem hann starfar. Þannig sé einn af yfirmönnum hans í Danmörku nú nánast orðinn óvinnufær fd streitu og hættur að sofa. „Mín tilfinning er sú að þetta sé að aukast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“