fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Sindri átti salinn: Felldi tár eftir flutninginn – „Ég vonast til að gera mömmu stolta“

Gríðarleg fagnarlæti hjá áhorfendum

Auður Ösp
Sunnudaginn 21. febrúar 2016 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er stjarna fædd? Óhætt er að segja að hinn 13 ára gamli Sindri Freyr hafi unnið hug og hjörtu dómnefndarinnar í Ísland Got Talent í kvöld eftir að hafa spilað á úkulele og flutt lagið When I was Your Man með söngvaranum Bruno Mars. Uppskar hann meðal annars standandi fögnuð frá áhorfendum sem og einum dómaranna. Sjálfur átti Sindri erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum í enda flutningsins.

Sindri ferðaðist í fimm klukkustundir frá Ísafirði til að geta stigið á sviðið en hann hefur verið viðloðinn tónlistina frá unga aldri. „Ég vonast til að gera mömmu stolta, og fjölskyldu mína,“ sagði hann meðal annars áður en hann steig á svið.

Fagnarlætin brutust út eftir að Sindri lauk flutningi sínum og voru viðbrögðin slík að hann átti erfitt með að halda aftur af tárunum. „Þú ert gullbarki. Aldeilis gott að þú haldir velá spöðunum, drengur,“ sagði Ágústa Eva. „Þú áttir alveg salinn,það er alveg augljóst,“ sagði Marta María. Flutning Sindra má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi