fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Þórunn Antonía hjólar í Bubba: „Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt“

Deilurnar halda áfram – „Síendurtekin og ljót hegðun“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 8. febrúar 2016 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að þetta hafi verið 2 atvik er ekki satt, heldur síendurtekin atvik og ljót hegðun sem stóð yfir í margar vikur,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, tónlistarkona og fyrrverandi dómari í Ísland Got Talent. Um helgina var greint frá því að Bubbi hefði lagt Þórunni í einelti á meðan tökur á fyrstu þáttaröð Ísland Got Talent fóru fram.

Í viðtali í Fréttablaðinu um helgina sagði Þórunn að samstarfsmaðurinn, sem Bubbi viðurkenndi síðar að væri hann, hefði meðal annars kallað hana óhæfa móður. Bubbi viðurkenndi að hafa strítt Þórunni og baðst hann afsökunar á því. Hann neitaði þó að hafa lagt hana í einelti.

Sjá einnig: Þórunn Antonía stígur fram: Lögð í einelti í Ísland Got Talent

Þórunn sagðist í kjölfarið vera búin að fyrirgefa Bubba þó hún biði enn eftir „alvöru afsökunarbeiðni“.

Hvorki Þórunn né Bubbi virðast samt hafa sagt sitt síðasta og í gærkvöldi gagnrýndi Bubbi Þórunni á Twitter. Sagðist Bubbi telja að Þórunn þrái viðurkenningu og hún spili sig sem fórnarlamb. Þá sagði hann að búið væri að gjaldfella orðið einelti.

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

Þórunn svarar Bubba í athugasemdakerfi Vísis þar sem hún segir Bubba hafa hagað sér illa. Hún segist ekki vera að spila sig sem fórnarlamb og það sé merki um styrk að sýna auðmýkt og tala frá hjartanu. Hún segir að viðtalið í Fréttablaðinu hafi snúist um annað og meira en Bubba Morthens.

Ég nafngreindi engann, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram

„Þetta viðtal snérist um margt miklu stærra en þennan mann. Það snérist um að afmá glansmyndir, að skila skömminni, að vera heiðarleg við heiminn og sjálfa mig, að stíga fram, að þora, að láta ekki vaða yfir sig.
Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram,“ segir Þórunn og bætir við:

„Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en
Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Missir af EM
Fókus
Í gær

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“