fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Góðverk í Krónunni: Ókunnugur maður kom Stefáni til hjálpar

„Þetta hreyfði virkilega við mér“

Auður Ösp
Mánudaginn 11. janúar 2016 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Jóhannsson lyfjafræðingur varð vitni að fallegu góðverki af hálfu bláókunnugs manns í matvöruverslun í gær. Segist hann snortinn yfir hugulseminni og því trausti sem maðurinn hafi borið til hans. Hringbraut greindi fyrst frá.

„Ég mátti til með að segja frá þessu þar sem að þetta hreyfði virkilega við mér,“ segir Stefán í samtali við DV.is. „Það væri bara óskandi að fleiri myndu taka upp á þessu, að koma náunganum til bjargar,“ segir hann jafnframt.

Hann sagði upphaflega frá atvikinu á fésbókarsíðu sinni. „Ég var staddur á kassa í Krónunni í Lindum rétt fyrir kvöldmat þegar ég átta mig á því að peningaveskið mitt var heima á Álftanesi. Ekki var í boði að borga með símgreiðslu á kreditkort.

Hann segist hafa séð fram á töluverða seinkun vegna þess en þá hafi hið óvænta gerst.

„Næsti maður í röðinni sagðist ætla að borga þetta fyrir mig og ég gæti svo bara millifært á hann rúmlega 8 þúsund,“ segir hann og kveðst hafa orðið gapandi hissa enda hafði hann aldrei séð manninn áður.

Í samtali við DV.is segir hann að hann hafi að sjálfsögðu þakkað manninum innilega fyrir og millifært á hann til baka. „Tiltrú mín á hið góða í mannfólkinu hefur óneitanlega aukist við þessa upplifun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli