fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Baltasar Kormákur úthrópaður af öðrum karlmönnum: Er núna stoltur femínisti

„Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk upp á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri“

Auður Ösp
Föstudaginn 8. janúar 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri en hann segist hafa farið úr því að vera hálfgerð karlremba yfir í það að vera stoltur feministi. Í kjölfarið hafi ákveðinn hópur karlmanna „drullað“ yfir hann. Það sé hins vegar hollt að endurmeta eigin gildi reglulega.

Baltasar er í viðtali við SKE og berst þar talið meðal annars að því þegar hann talaði fyrir kynjakvótum í kvikmyndagerð. Ekki voru allir hrifnir af því. „Ég trúi því að það hafi jákvæð áhrif og er ákaflega stoltur af því að hafa komið út úr skápnum sem femínisti – að fara úr því að vera hálfgerð karlremba yfir í femínista. Ég hvet alla til þess. Ég var á nýársballi um daginn og þá var einhver að drulla yfir mig fyrir þetta. Þar voru einhverjir karlar að ásaka mig um að hafa svikið lit.“

„Að breyta um skoðun er ekki svo hættulegt. En það eru margir karlmenn sem skipta ekki um skoðun eftir þrítugt. Þetta er ástæðan fyrir því að karlmenn fara ekki í endurmenntun í háskólanum – aðeins konur. Það er öllum hollt að endurmeta eigin gildi og hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir leikstjórinn jafnframt.

Hann á sjálfur tvær dætur, 19 ára og 22 ára. „Ég get ekki séð það í hjartanu að þær eigi að sitja við lægri skör en drengirnir mínir. Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma,“ segir hann og bætir við að þetta viðhorf hans til feminisma ætti rætur í því að hann ætti börn af báðum kynjum. Hann vilji standa vörð um dætur sínar. „Það er bjánalegt að finnast þær eiga minna skilið heldur en þeir. Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk upp á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga ekki upp í því umhverfi og þú lærir og þroskast og breytist.“

Hann segist sjálfur hafa alist upp á heimili þar sem móðir hans réð ríkjum og fyrir honum hafi til að mynda ekki verið óeðlilegt að þurfa að sinna heimilisverkum. „Samt liggur þetta karlrembuviðhorf svo víða grafið í manni. Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“

Lesa má viðtalið við Baltasar í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli