fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

„Til gellunnar sem kallaði mömmu mína feita í Bónus í dag“

Sóley svarar ónærgætinni athugasemd ókunnugrar konu

Auður Ösp
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóleyju Sif Eysteinsdóttur blöskraði mjög þegar hún heyrði af því bláókunnug kona hefði gert athugasemdir við holdafar móður hennar, Kristrúnar Nönnu Höjgaard Úlfarsdóttur. Ákvað hún því að svara konunni fullum hálsi.

Sóley birti því bréf á facebook þar sem hún ávarpaði hina ókunnugu konu og kemur hún þar móður sinni til varnar:

„Þetta er fyrir gelluna sem kallaði mömmu mína „feita“ í Bónus í dag. Mamma mín er ein duglegasta og æðislegasta manneskja sem ég þekki. Í dag þurfti mamma að fara útí búð til að kaupa súkkulaði og eithvað fyrir afmælisveisluna hjá systur minni og þegar hún er í röðinni kemur þú og segirhenni að þetta (draslið í körfunni) sé ástæðan fyrir því hún er svona feit.“

„Mamma mín er ekki feit! Hún hætti að borða sykur og hveiti fyrir tveimur árum og er búin að missa 35 kíló síðan hún fyrst byrjaði að létta sig.“

Með bréfinu birtir Sóley meðfylgjandi myndir sem sýna þær breytingar sem orðið á útliti móður hennar undanfarin misseri. Í samtali við DV.is segir Sóley að það hefði fokið í sig þegar móðir hennar kom heim úr búðarferðinni og sagði henni frá hinni illskeyttu athugasemd konunnar. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að taka til sinna ráða. Þá segir hún móður sína vera algjöran nagla sem láti engan vaða yfir sig. Hún hafi þó áður fengið að heyra ónærgætnar athugasemdir frá fólki í gegnum tíðina. „Það gerðist oft þegar hún var sem feitust. Bæði var verið að stara og segja ýmislegt. Ef hún fór til dæmis í lyftu horfði fólk á burðargetu lyftunnar og reiknaði í huganum hvort lyftan þyldi þetta.“

Hún bætir við að þær mæðgur séu nánar vinkonur og hafi hún ætíð stutt móður sína eftir að hún ákvað að gera breytingu á lífstíl sínum. „Sem og við öll fjölskyldan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“