fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Nína er til í slaginn, heldur fatamarkað á sunnudag

Hvað á að gera um helgina?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn mun ég bara vakna með krökkunum mínum, Emblu og Agli, sem eru sjö og sautján ára, og koma þeim báðum í skólann þar sem Egill er ekki enn kominn með bílprófið. Svo fæ ég mér kaffi með manninum mínum, Aroni Karlssyni, en þetta gerum við alla morgna. Að því loknu ætla ég að vinda mér í að klæða upp dómarana í þættinum Kórar Íslands sem er sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Ég starfa sem stílisti í lausamennsku en þetta eru átta þættir og næsta sunnudag verður þáttur númer tvö sýndur. Kvöldið fer svo í samveru með fjölskyldunni en okkur finnst mjög næs að hafa það kósí saman á föstudögum og reynum að halda fast í þá hefð.

Á laugardaginn ætla ég svo að fara í Laugar í ræktina og gufubað á eftir. Við gerum þetta gjarna á laugardögum, við parið. Venjulega nota ég laugardagana í að græja ýmislegt fyrir heimilið og stússast eitthvað, en á morgun ætla ég að klára að setja upp fatamarkað sem verður í Gamla bíói á sunnudaginn. Við erum nokkrar saman í því að halda þennan markað, með mér eru til dæmis þær Brynja Nordquist, Elísabet Ásberg, Rúna Magdalena, Rut Róbertsdóttir, Gulla í Má Mí Mó og fleiri skvísur. Ætli þetta sé ekki í þriðja sinn sem við setjum upp svona markað og það er alltaf jafn skemmtilegt. Við ætlum að selja fatnað, fylgihluti og margt fleira, notað og nýtt í bland. Kvöldið fer svo bara í að hlaða batteríin fyrir sunnudaginn og njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.

Á sunnudeginum verður vonandi allt klárt fyrir markaðinn svo ég ætla að mæta úthvíld til leiks á hádegi og síðan opnum við húsið klukkan eitt, en markaðurinn verður opinn til klukkan fimm. Ætli maður verði svo ekki bara alveg búinn á því um kvöldið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli