fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Agnes ætlar að drekka kokteila í Keiluhöllinni og kenna zúmba í Kópavogi

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2017 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagur

„Þessa dagana er ég að vinna í því að setja upp leikrit með nemendum Kvennaskólans og undanfarið hef ég verið að taka áhugasama leikara í prufur fyrir þetta leikrit. Þar sem föstudagurinn er bara venjulegur vinnudagur fer hann að mestu í þetta en um kvöldið ætla ég að skella mér á eitthvert gott leikrit í borginni. Kannski Guð blessi Ísland sem ég hef heyrt marga tala nokkuð vel um,“ segir Agnes Wilde leikkona, zúmbakennari og leikstjóri.

Laugardagur

„Á morgun ætla ég svo að vakna snemma og mæta sem afleysingakennari hjá Reebook Fitness í Kópavogslaug. Ég er sem sagt búin að læra zúmbakennslu líka. Tíminn byrjar klukkan 11.10 og ég er alveg hrikalega spennt að byrja að kenna. Seinni part laugardags ætla ég að skella mér í Keiluhöllina með æskuvinum mínum úr Mosó. Við kynntumst í Gaggó Mos og vorum saman í Lúðrasveit Mosfellsbæjar svo það er mjög viðeigandi að hafa þennan endurfund í Keiluhöllinni sem er rétt hjá Mosó. Eftir keiluna fáum við okkur svo örugglega einhverja kokteila á barnum þarna í sveitinni.“

Sunnudagur

„Á sunnudaginn er næst-fyrsti í aðventu en sem yfirlýst jólabarn hef ég beðið mjög spennt eftir þessum degi í nokkrar vikur. Ég ætla að skreyta allt hátt og lágt heima hjá mér, búa til aðventukrans og gera eitthvað fleira jólalegt og skemmtilegt. Seinni partinn fer ég svo á skrifstofuna þar sem ég er að æfa jólaleikrit með Sigrúnu Harðardóttur, vinkonu minni. Við ætlum að heimsækja leikskóla og jólaböll um allt Stór-Reykjavíkursvæðið í desember og sýna krúttlega jólaleikritið Týndu jólin með Þorra og Þuru. Þetta verður sem sagt bara lífleg og skemmtileg helgi hjá mér,“ segir Agnes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því