fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Orðabanki Birtu: Friðill og frilla

„Betra er að vera góðs manns frilla en gift illa“

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 19. nóvember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frilla er hjákona eða ástkona kvænts manns. Orðið frilla var einnig fyrir siðaskipti haft um sambýliskonu kaþólsks prests. Frillur eru stundum einnig nefndar lagskonur eða tíðleikakonur, þó það séu almennari hugtök.

Orðið „friðill“ er samsvarandi orð um karlmann, það er ástmaður giftrar konu. Orðin „friðill“ og „frilla“ fela það í sér að viðkomandi sé til að friða ástríðurnar.

Að fornu var talsvert um það að höfðingjasynir tækju sér frillur áður en þeir giftust, og stundum héldu höfðingjar frillur eftir að þeir gengu í hjónaband. Stundum gat frillulífið verið svipað óvígðri sambúð, það er að viðkomandi maður tók stúlkuna til sín af því að honum leist vel á hana, en hún var of ættsmá til að hann gæti kvænst henni. Þegar hann svo gekk í hjónaband með stúlku sem talin var álíka ættstór og hann, var frillunni vísað til foreldrahúsa eða henni fundinn hæfilegur maki. Hreint frillulífi var hins vegar þegar kvæntir menn héldu frillur, annaðhvort á eigin heimili eða á nálægum bæjum. Frillubörn voru þá óskilgetin og höfðu minni rétt en skilgetin börn.

Í kaþólskri tíð máttu prestar ekki kvænast, sem reyndist mörgum erfitt. Þeir fóru því oft í kringum kirkjulögin og tóku sér frillur eða ráðskonur. Við upphaf sambúðar var þá stundum haldin veisla sem var eins og brúðkaupsveisla að öðru leyti en því að ekki var um neina kirkjulega athöfn að ræða.

Samheiti frilla: ástkona, ástmey, ástmær, ástvina, elskandi, frilla, fylgikona, kærasta.

Samheiti friðill: ástmaður, ástvinur, elskandi, elskari, elskhugi, sjafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Í gær

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli