fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Leikfangaleiga svo börnin fái ekki leiða á dótinu

Curtisson Kids er leikfangaverslun og leikfangaleiga fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára.

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 20. október 2017 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölbreytni og ferskar áskoranir eru þroskandi fyrir börn sem eru að vaxa úr grasi og þessir útgangspunktar eru hafðir að leiðarljósi hjá leikfangabúðinni og leikfangaleigunni Curtisson Kids.

Unnið í samstarfi við Curtisson Kids

Í versluninni fæst gott úrval af þroskaleikföngum sem eru aðallega gerð úr vönduðum viðarefnum og framleidd í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í versluninni er einnig boðið upp á skemmtilega nýjung sem er fólgin í því að foreldrar geta leigt leikföng handa börnum sínum og skipt þeim út á mánaðar fresti.

„Í flestum tilfellum gerist það allt of fljótt að börn fá leiða á leikföngum sínum. Þess vegna er leikfangaleigan góður kostur fyrir þau sem vilja spara peninga við kaup á þroskaleikföngum en sjá samt til þess að krakkarnir hafi alltaf eitthvað nýtt að fást við, og þroskast um leið. Meðalverð fyrir vandað leikfang er um 5.000 krónur en með aðild að Leikfangaleigunni fá börnin fjögur leikföng í hverjum mánuði til að leika sér með og verðið er aðeins 4.900 krónur. Öll leikföngin eru að sótthreinsuð við hver skil,“ útskýrir Rósa Amelía Árnadóttir verslunareigandi.

Kynningarverð í Leikfangaleigunni

Tilboð og afslættir
Fjögur ný þroskaleikföng í hverjum mánuði

Fjögur ný þroskaleikföng í hverjum mánuði

15% afsláttur fyrir alla nýja viðskiptavini sem skrá sig í Curtisson Klúbbinn fyrir áramót.

3.900 kr. til 31. desember 20174.900 kr. frá og með 1. janúar 2018

Hjá Curtisson Kids. fæst einnig gott úrval af svokölluðum hlutverkaleikföngum sem hvetja börnin til að skella sér í alls konar hlutverk og auðga með því ímyndunaraflið og þroskann.

„Þroskaleikföng auka hugmyndaflæði og hjálpa börnum að fullnýta og þróa hæfileika sína, fínpússa allar hreyfingar og kenna þeim að hugsa út fyrir kassann. Leikur að þroskaleikföngum getur líka hjálpað börnunum að meðhöndla aðstæður og vinna betur að lausnum þegar þau verða eldri samkvæmt nýjum rannsóknum,“ segir Rósa.

Curtisson Kids er styrktaraðili UNICEF á Íslandi, Mæðrastyrksnefndar og Umhyggju – Félags langveikra barna.

Curtisson Kids á Facebook
Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“