

Svona hefst bréf 26 ára konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
Konan hefur verið með kærastanum sínum, 29 ára, í tvö ár. „Hann hefur alltaf verið yndislegur, heiðarlegur og áreiðanlegur. En ég kunni ekki að meta þessa kosti. Ég gat ekki hætt að hugsa um fyrrverandi, 25 ára. Hann er sjamerandi, spennandi og óútreiknanlegur,“ segir konan.
„Ég og kærastinn minn vorum að fara að flytja inn saman þegar fyrrverandi hafði samband og bauð mér með á tónleika. Við skemmtum okkur konunglega og fórum saman heim til hans, ég sagði við sjálfa mig að þetta væri bara smá stundargaman.
Næsta kvöld borðaði ég með kærastanum mínum og við stunduðum líka kynlíf. Ég var með samviskubit en reyndi að hætta að hugsa um fyrrverandi, sem var alveg ómögulegt eftir að ég komst að því að ég var ólétt.
Ég vildi gera rétt, ég sagði kærastanum mínum að ég væri ólétt og fyrrverandi að við gætum ekki hist aftur því ég væri ólétt, og faðirinn væri kærastinn minn.
Hann trúði því samt ekki og eftir að sonur minn fæddist laug ég að honum og sagðist hafa látið framkvæma erfðapróf, sem staðfesti að kærasti minn væri pabbinn.
Sonur minn er sex mánaða og mjög líkur kærastanum mínum, en sannleikurinn er sá að ég veit ekki hver er pabbinn. Skömminn fylgir mér á hverjum degi.“
„Hættu að leyfa gömlum mistökum að skyggja á yndislega líf þitt. Fyrrverandi er ekki lengur í myndinni og kærastinn þinn er að sinna föðurhlutverkinu með sóma.
Sonur þinn líkist honum og hann er faðir hans, á þann hátt sem skiptir máli.
Lærðu af gömlum mistökum og einbeittu þér að lífi ykkar saman.“