

Leikarinn vann fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og vakti þakkarræða hans mikla athygli, þá sérstaklega að hann hafi beint orðum sínum til sinnar heittelskuðu. Hann staðfesti einnig lengd sambands þeirra en reglulega fer kjaftasaga á flakk um að þau séu hætt saman.
Timothée sagði undir lok ræðunnar: „Ég vil þakka maka mínum til þriggja ára. Takk fyrir grunninn okkar. Ég elska þig og ég gæti ekki gert þetta án þín. Takk fyrir.“
Myndavélin beindist þá að Kylie sem brosti fallega til kærastans. Sjáðu atvikið hér að neðan.
@varietymagazine #TimothéeChalamet thanks #KylieJenner after winning Best Actor at the #CriticsChoiceAwards ♬ original sound – Variety