fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Fókus

NBA stjarna í miklum vandræðum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. janúar 2026 21:30

Odom með Sabrinu Parr. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksstjarnan Lamar Odom var handtekinn Í Las Vegas á dögunum. Hann keyrði blindfullur, lang yfir löglegum ökuhraða og á röngum vegarhelmingi.

Hinn 46 ára gamli Odom gerði garðinn frægan á árunum 1999 til 2013, lengst af með stórliðinu Los Angeles Lakers en einnig nágrönnum þeirra Clippers og fleiri liðum. Tvívegis varð hann NBA meistari og einnig vann hann verðlaun með bandaríska landsliðinu.

Odom hefur hins vegar ekki síst verið þekktur fyrir „afrek“ sín utan vallar. Hann var giftur raunveruleikasjónvarpsstjörnunni Khloe Kardashian og hefur ítrekað verið handtekinn, einkum í tengslum við vímuefnanotkun. Árið 2015 var hann lagður inn á spítala eftir að hann fannst meðvitundarlaus á hóruhúsi. Margsinnis hefur hann farið í áfengis og vímuefnameðferðir.

Sjá einnig:

Opnar sig upp á gátt um hjónabandið við Khloé Kardashian – „Það sem þið vitið ekki er virkilega klikkað“

Odom var handtekinn í gær, laugardaginn 17. janúar, eftir að hafa keyrt á ofsahraða og undir áhrifum í borginni Las Vegas.

Í frétt TMZ um málið segir að hann hafi verið mældur 66 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða. Þá hafi hann einnig keyrt á röngum vegarhelmingi. Einnig hafi hann verið undir áhrifum við aksturinn. Samkvæmt frétt TMZ er ekki vitað til þess að Odom hafi enn þá verið sleppt úr varðhaldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist hafa orðið fyrir stórfurðulegri reynslu á veitingastað í Reykjavík

Segist hafa orðið fyrir stórfurðulegri reynslu á veitingastað í Reykjavík
Fókus
Fyrir 5 dögum

22 ára áhrifavaldur gagnrýndur eftir að hún giftist fyrrverandi kennara sínum sem er á sjötugsaldri

22 ára áhrifavaldur gagnrýndur eftir að hún giftist fyrrverandi kennara sínum sem er á sjötugsaldri