

Kristinn Óli Haraldsson leikari og tónlistsrmaður, Króli, og Birta Ásmundsdóttir dansari hafa eignast sitt fyrsta barn. Sonurinn fæddist að kvöldi til 29. desember. Parið hefur verið saman í rúmlega sex ár og trúlofuðu þau sig jólin 2024.
„Þann 29. desember kl 22:08 mætti þessi prins á svæðið. Hann hefur greinilega tímaskyn pabba síns í ljósi þess að hann kom í heiminn 8 dögum á eftir áætlun.Hann er fyrir utan það algjörlega fullkominn. Móður heilsast vel. Við erum á lang bleikasta skýinu,“ segir Kristinn Óli í færslu á samfélagsmiðlum.
View this post on Instagram