fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Fókus
Föstudaginn 2. janúar 2026 17:30

Frá Þrándheimi í Noregi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu lætur gaminn geisa í líflegum áramótapistli á Facebook. Þar gagnrýnir hann norskt samfélag og Norðmenn sjálfa og segir þá ofmeta eigið mikilvægi í veröldinni en Atli flutti á liðnu ári frá Noregi eftir 15 ára búsetu þar. Ljóst virðist einnig af pistlinum að Atli er ekki sami aðdáandi járnfrúarinnar, Margaret Thatcher og margir starfsfélaga hans á Morgunblaðinu og hann svarar enn á ný ítrekuðum ásökunum um að gervigreind sé nýtt í skrifum hans fyrir miðla vinnuveitandans.

Atli flutti á nýliðnu ári til Spánar eftir að hafa búið í Noregi frá árinu 2010 en síðustu ár hefur hann unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu og Mbl.is.

Hann segir í pistlinum að fljótlega eftir flutningana hafi honum komið á óvart hversu lítið hann saknaði Noregs og segir ljóst að Norðmenn haldi að land þeirra sé meira heimsveldi og þar með mikilvægari á alþjóðasviðinu en raunin virkilega sé:

„Þótt þar hafi ég kynnst afburðafólki úr ranni heimamanna. Verðlags, botnlausrar forræðishyggju og vetrarveðurs sakna ég seint og var illilega minntur á heimsvaldahyggjumisskilning Norðmanna á veitingastað í gærkvöldi þar sem tveir norskir gestir firrtust illilega við þegar þjónarnir gátu ekki talað norsku við þá. Sjaldan hef ég hitt fyrir minna tungumálafólk en Norðmenn sem halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu sem Bandaríkjamenn fundu olíu fyrir árið 1969, útveguðu þeim borpalla, kenndu þeim að bora eftir olíu á hafsbotni og gerðu þá óbeint að auðugustu þjóð heims.“

Olían

Atli bætir við að vissulega megi þakka Jens Stoltenberg, fyrrum forsætisráðherra Noregs og núverandi fjármálaráðherra, og Verkamannaflokknum fyrir þann auð og olíusjóð Noregs sem blaðamaðurinn segir byggjast aðallega á nísku en einnig aðhaldssemi. Hann kýs síðan að gagnrýna Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands 1979-1990, en það kemur eilítið á óvart að blaðamaður Morgunblaðsins geri það en margir starfsmenn miðilsins, þar á meðal ritstjórinn Davíð Oddsson, hafa ekki farið leynt með aðdáun sína á járnfrúnni:

„Öðruvísi fór Margrét Thatcher með olíuauð breska heimsveldisins og færði auðstétt sinni allan olíusjóðinn á silfurfati í formi skattalækkana löngu áður en norski olíusjóðurinn náði milljón skrilljónum.“

Atli gagnrýnir þó hversu fast Norðmenn halda í þann mikla auð sem safnast hefur í olíusjóðinn:

„Gott er að eiga peninga, verra að láta margar kynslóðir deyja frá þeim.“

Enn gervigreind

Atli hefur vakið athygli fyrir tök sín á íslensku máli. Hann nýtir oft á tíðum lítt þekkt orð og stíll hans þykir á köflum forn. Hefur því marg sinnis haldið fram að gervigreind sé nýtt í skrifum hans. Því hefur Atli ávallt harðneitað, og alltaf með hvössum og afdráttarlausum hætti, og samstarfsfólk hans á Morgunblaðinu hefur tekið undir að svo sannarlega noti Atli aldrei gervigreind við skrif sín.

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Í áramótapistlinum sver Atli síðan enn af sér að hann noti gervigreind við störf sín og hæðist að þeim sem haldið hafa þessu fram:

„Engin breyting varð á því árið 2025 að gáfumennin í haturshópnum „Málvöndunarþættinum“ á Facebook auk fólks sem ekki þorir að stíga fram undir nafni (enda kannski engin furða) sökuðu mig ranglega um að skrifa efni mitt í miðla Árvakurs með „aðstoð gervigreindar“ hvað sem það þýðir. Hvers vegna segja þessir bjálfar ekki bara „með gervigreind“, hvar liggja mörkin milli aðstoðar þessa misvitra tölvuforrits og þess að bara láta það skrifa alfarið. Spyr sá sem ekki veit. Ekki reikna ég með að þetta fólk sem allt veit að eigin mati muni draga hausinn út úr rassgatinu á sér árið 2026 frekar en ’25 en gerist það verður hann kannski dreginn þaðan út með „aðstoð gervigreindar“. Ekki veitir að minnsta kosti af einhverri aðstoð á þessum vettvangi en félagsráðgjafar eru ofar á mínum lista en gervigreind.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Óli Palli sýndi á sér nýja hlið – „Óli Palli þúsundfjalagaur“

Óli Palli sýndi á sér nýja hlið – „Óli Palli þúsundfjalagaur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður sullaði aðeins í áfengi í viku – Áhrifin á heilsu hans voru sláandi

Blaðamaður sullaði aðeins í áfengi í viku – Áhrifin á heilsu hans voru sláandi