fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fókus

Ragnhildur með neglu í umræðu vikunnar – „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. september 2025 12:30

Ragga Nagli. Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga um eitt helsta umræðuefni vikunnar: bakslagið, sem einhverjir vilja meina að sé ekki til staðar, í málefnum hinsegin fólks.

Í pistlinum setur Ragga sig í spor hinsegin fólks: 

„Naglinn fór í bæinn. Spígsporaði Laugaveginn hönd í hönd með bóndanum. Mættum hjörð af unglingum sem geltu að okkur og görguðu: „Farið heim ógeðin ykkar.“

Naglinn fór í sund. Konan í næsta skáp horfði með hneykslan upp og niður skrokkinn og sagði: „Ertu að svindla þér hingað inn til að horfa á píkuna á mér? Farðu í réttan klefa viðrinið þitt.“

Naglinn fór á djammið. Nokkrir karlmenn veittust að og byrjuðu að ýta í Naglann. „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“ og var síðan lamin til óbóta.

Naglinn fékk skilaboð á messenger frá ókunnugum sem tjáði andúð sína á tilvist Naglans og bað mig um að fremja sjálfsvíg.

Naglinn fór í Kringluna. Þar kallaði fullorðinn karlmaður „Barnaníðingur og ógeð.“

Naglinn fór í ræktina og var hrædd við að labba inn í búningsklefann. Þar sagði ung kona: „Þú ert ekki alvöru kona, drullaðu þér út.“

Naglinn fór í fjölskylduboð þar sem frændinn sagði: „hættu að troða gagnkynhneigð þinni upp á leikskólabörn og  þú verandi kelling að láta þau efast um kyn sitt.“

Naglinn upplifir óöryggi að fara út meðal fólks, og farin að einangra sig félagslega.

Fer ekki til læknis. Þorir ekki að sækja um vinnu. Er með depurð, kvíða og sjálfsvígshugsanir.

NEEEEIIII….“

Ragga segir ekkert af ofangreindu hafa komið fyrir sískynja miðaldra gagnkynhneigða hvíta konu sem er löðruð í forréttindum.

„Naglinn getur gengið örugg og óttalaus um göturnar með sínum maka, farið á djammið, i Kringluna, ræktina, sund og fjölskylduboð án þess að eiga hættu á líkamlegu ofbeldi eða fá yfir sig gusu af fordómum, fjandsemi, hatri og öráreitni.

Skilaboðaskjóðan á Facebook fær ekki hatursorðræðu og hótanir.

En hins vegar er þetta veruleiki sem samkynhneigðir vinir Naglans og trans fólk upplifir. Sum jafnvel daglega.“

Hatursglæpir gagnvart trans fólki hafa aukist

Ragnhildur rekur að hatursglæpir gagnvart trans fólki hafa aukist um 37% frá ári til árs, sem má rekja til fjandsamlegrar og misvísandi umræðu um trans fólk.

„Niðurstöður fræðilegra samantekta sem skoðar rannsóknir sem fjalla um sálræna og líkamlega líðan ungra trans barna og unglinga sýnir að tíðni geðrænna vandamála er töluvert há borið saman við sís jafnaldra. Algengustu greiningar eru kvíða- og þunglyndisraskanir og hærri tíðni sjálfsvígshugsana.

Stór rannsókn LGTB Britain frá 2018 sýndi:

71% trans fólks hefur upplifað kvíða

19% glímt við átröskun

46% íhugað sjálfsvíg

35% með sjálfsskaða

Í Ástralíu hafa einn af hverjum fjórum upplifað mismunun í heilbrigðiskerfinu, frá því að vera rangkynjuð til að vera hreinlega neitað um heilbrigðisþjónustu.

Í Bretlandi er hið sama upp á teningnum, þar sem trans fólk veigrar sér við að leita sér læknisaðstoðar og láta veikindi sín reka á reiðanum.

Að auki hafa næstum 50% reynt sjálfsvíg og meirihluti glíma við þunglyndi og kvíða.

Ástralskar rannsóknir síðustu fimm ár sýna að einn af hverjum þremur í hópi trans fólks upplifa mismunun á vinnumarkaðnum, og atvinnuleysi er 19% sem er þrefalt miðað við á landsvísu.

En nei krakkar….. það er ekkert bakslag, engir fordómar, ekkert vesen og allt bara í gúddí.

Gaslýsing í öllu sínu veldi!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom aðdáendum á óvart með breyttu útliti: „Mjög grannur“

Kom aðdáendum á óvart með breyttu útliti: „Mjög grannur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmþrungnir hinstu dagar í lífi „feitasta manns í heimi“

Harmþrungnir hinstu dagar í lífi „feitasta manns í heimi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Coldplay rasandi eftir nýjustu yfirlýsingu sveitarinnar – „Hver ​​ætlar að endurgreiða mér?“

Aðdáendur Coldplay rasandi eftir nýjustu yfirlýsingu sveitarinnar – „Hver ​​ætlar að endurgreiða mér?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt börn fyrir tíma samfélagsmiðla“

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt börn fyrir tíma samfélagsmiðla“