fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fókus

Mýkt er kærkomin haustbyrjun fyrir prjónaunnendur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. september 2025 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mýkt, glæsileg prjónabók, inniheldur 22 uppskriftir að sígildum kvenflíkum; opnum og heilum peysum, ermalausum toppum, húfum, sjölum, sokkum og handstúkum. Falleg kaðlamynstur og gataprjón einkenna hönnunina og hvarvetna er hugsað út í fínleg smáatriði. Flestar uppskriftanna bjóða upp á fjölbreyttar stærðir auk þess sem verkefnin í bókinni henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Sari Nordlund er einn af vinsælustu prjónahönnuðum Finnlands, þekkt fyrir vel sniðnar flíkur og vandaðar uppskriftir. Markmið hennar er að hanna sígildan fatnað sem gleður eigandann árum saman.

Guðrún Hannele Henttinen þýddi bókina sem er bók mánaðarins hjá Forlaginu.

Hér fyrir neðan er uppskrift að treflinum TERPSÍKORA, sem birt er með góðfúslegu leyfi Forlagsins. Prjónaunnendur og einnig byrjendur sem vilja læra tökin á prjónamennsku geta látið sig hlakka til því um helgina verður útgáfu bókarinnar fagnað í Storkinum, þar sem boðið verður upp á kaffi og veitingar, og að lokum samprjón á TERPSÍKORA.

Síðar í mánuðinum verður námskeið fyrir byrjendur í prjóni, í Petiteknit peysuprjóni og leikfangahekli. Samprjón á Champagne jakkapeysu verður svo 24. september. Storkurinn er í Síðumúla 20, Reykjavík og sjá má haustdagskrá hér neðst í greininni.

Haustdagskrá Storksins:

Sari Nordlund dagur verður laugardaginn 6. sept.

Samprjón á Terpsíkora treflinum hefst 6. sept.

Námskeið í Petiteknit peysuprjóni hefst 16. sept.

Námskeið fyrir byrjendur í prjóni hefst 18. sept.

Samprjón á Champagne jakkapeysunni hefst 24. sept.

Námskeið í leikfangahekli hefst 7. okt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“
Fókus
Í gær

Martröð unglingsstúlku og kærasta hennar reyndist vera verk móður hennar

Martröð unglingsstúlku og kærasta hennar reyndist vera verk móður hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn