fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Hinn kleptómaníski köttur Leónardó – Óður í nærföt nágrannanna

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 07:30

Leó vílar ekki fyrir sér að fara inn í hús og taka föt. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimilisköttur í Nýja Sjálandi hefur fengið viðurnefnið Leonardo da Pinchy, eða Hnuplarinn Leónardó, eftir að upp komst að hann er búinn að vera að laumast inn til nágrannans og stela nærfötum. Hefur hann stolið um 150 gripum.

Fréttastofan UPI greinir frá þessu.

Umræddur köttur heitir í raun Leó og er um fjórtán mánaða gamall fress af Tonkin-kyni. Snemma beygist krókurinn því að sögn eiganda hans, Helen North, hefur Leó hnuplað um 150 gripum á undanförnum níu mánuðum. Það er frá því að hann var aðeins kettlingur.

„Hann kemur heim með fullt af hlutum. Hann gerir ekki mikið við þá eftir að hann er kominn með þá inn, hann skilur þá bara eftir á gólfinu og heldur svo áfram að stússa eitthvað,“ sagði Helen í útvarpsþætti hjá Radio New Zealand.

Nærföt best

Að sögn Helen hefur Leó stolið alls kyns hlutum og er ekki sérstaklega vandlátur þegar kemur að þýfi. En hann er sérstaklega heillaður af nærfötum og sokkum, einkum nærfötum af karlmönnum.

„Virkilega dýr treyja með verðmiðanum í, mjúkir bangsar, fullt af nærbuxum og sokkum, garðhandskar, hattar, íþróttabrjóstahaldarar, stuttbuxur, ruðningssokkar, landsliðstreyja í ruðningi… í raun hvað sem er,“ sagði hún aðspurð um hvers lags þýfi Leó kæmi með heim í fylgsni sitt.

Helgarnar bestar

Það er líka ekki sama hvenær Leó stundar sína myrku iðju. Laugardagar og sunnudagar eru afkastamestir hjá þjófnum því þá eru flestar flíkur hangandi á snúrum í görðunum í nágrenninu. En Leó vílar heldur ekki fyrir sér að fara inn í hús nágrannana og taka hluti.

Helen North eigandi Leó hefur mætt í nokkur viðtöl til að ræða hegðun hans. Skjáskot/Youtube

„Fyrir utan það, þá er hann kettlingur – Hann ræðst á allt, bítur þig og vekur þig um miðja nótt,“ sagði hún.

Fer lengra og lengra

Sagði hin meðvirki aðstandandi hins kleptómaníska kattar að hún reyndi hvað hún gæti að skila þýfinu. Er hún búin að stofna Whatsapp og Facebook grúbbur þar sem hún auglýsir gripina. Í dag er hún með um 60 stolna hluti í körfu sem hún veit ekki hver á. Grunar Helen að Leó sé í auknum mæli farinn að stela úr húsum lengra í burtu eftir því sem hann eldist.

Sumir þeirra eru mjög stórir, eins og einn eins og hálfs metra langur leikfangasnákur sem Leó dró heim einn daginn. Og reyndar annan dag líka.

„Hann kom tvisvar sinnum heim með þetta þannig að honum líkaði augljóslega mjög vel við það,“ sagði Helen.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 1 viku

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur