Hjónin, Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, og Jóhannes Jón Gunnarsson, hafa sett hús sitt í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 139 milljónir króna.
Húsið er byggt árið 1973, 240,1 fm endaraðhús með aukaíbúð á frábærum útsýnisstað við Vesturberg. Fimm bílastæði eru á lóðinni fyrir framan húsið.
Á neðri hæð er anddyri, eldhús, stofa, gestasnyrting og þvottahús. Gengt er út á stóra verönd úr stofu og þvottahúsi.
Á neðri hæð er einnig nýleg stúdíóíbúð með sérinngangi sem hentar vel til útleigu.
Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, sólstofa, vinnukrókur og baðherbergi.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.
Ásgerður Jóna stofnaði Fjölskylduhjálp Íslands í september 1993 með það að markmiði að úthluta matvælum og öðrum nauðsynjum til bágstaddra. Síðasta úthlutun fór fram 1. Júlí síðastliðinn en samtökin geta ekki staðið undir kostnaði af að halda starfseminni áfram. Verslun samtakanna í Iðufelli verður lokað 1. september en hringrásarverslun samtakanna á Baldursgötu í Reykjanesbæ verður áfram opin.