fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Fókus
Þriðjudaginn 6. maí 2025 11:30

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason sjónvarpsmaður segir í skoðanaskiptum á Facebook-síðu sinni að hann sé orðinn þreyttur á málflutningi um að hann sé dæmigerður íbúi í mið- eða vesturbæ Reykjavíkur sem viti ekkert um það sem eigi sér stað á landsbyggðinni.

Egill deilir á Facebook frétt DV um að ein af þeim sem kemur fram í auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem beinist gegn áformum um breytingar á veiðigjaldi, sé kona sem tilheyri fjölskyldu sem átti sjávarútvegsfyrirtæki á Grundarfirði og fiskveiðikvóta. Fyrirtækið hefur verið selt en kvótinn hefur enn ekki verið færður frá Grundarfirði og á bærinn mikið undir því að sú staða haldist óbreytt.

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Egill skrifar um fréttina:

„Gengur dálítið brösulega þessi auglýsingaherferð.“

Í einni athugasemd við færsluna er þessu andmælt og vísað til áðurnefndrar staðalímyndar:

„Þvert á móti, frábærar auglýsingar og nauðsynlegar. Tilfellið er að margir átta sig ekki á að gott líf þrífst á landsbyggðinni og þar fer mikil verðmætasköpun fram. Gárungar segja að setja þyrfti upp skjá við Melabúðina eða nálægt kaffihús og sýna auglýsingarnar stöðugt þar svo fólk sjái að fólk búi víðar en í Vesturbænum.“

Svona orðum hefur bersýnilega áður verið beint til Egils og hann segist vera orðinn þreyttur á þeim. Hann viti vel hvað um sé að vera á landsbyggðinni og hafi farið út um allt land:

„Ótrúlega þreyttur málflutningur. Ég fer amk tvær lengri upptökuferðir út á landa árlega – fer núna í júní og aftur í ágúst. Hef komið í hvert einasta pláss á Íslandi, sum mörgum sinnum – og í eyjar sem eru meðfram landinu. En það hentar náttúrlega sumum að draga upp einhverja markalínu. Og í viðbót – ég versla ekki í Melabúðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin