fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. maí 2025 07:56

Mynd: Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni í haust.

„Okkar mesta blessun. Von á Laich barninu í haust. Mamma og pabbi geta ekki beðið eftir því að hitta þig, litla okkar,“ segir í sameiginlegri færslu parsins á Instagram.

Parið opinberaði samband sitt árið 2021 og trúlofuðu þau sig í desember í fyrra.
Laich sem er tíu árum eldri en Katrín Tanja er kanadískur. Hann lék með kanadíska landsliðinu og spilaði í NHL-deildinni frá 2004 til 2018, lengst af með Washington Capitals.
Laich var áður giftur bandarísku leikkonunni og dansaranum Julianne Hough. Á meðal þeirra sem óska parinu til hamingju er dansarinn Hayley Erbert Hough, sem er gift bróður Julianne, dansaranum Derek Hough.

„Ekki grín, ég vaknaði í morgun og hugsaði um hversu spennt ég væri að hitta barn Laich! Gæti ekki verið hamingjusamari fyrir ykkar hönd.“

Danshjónin bættust í hóp Íslandsvina eftir heimsókn sína hingað í fyrra.

Sjá einnig: Heimsþekkt danshjón á Íslandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni