fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 3. maí 2025 09:00

Fanney Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðsstjórinn Fanney Skúladóttir hefur verið að vekja athygli á TikTok undanfarið fyrir skemmtileg og hispurslaus myndbönd. Hún segir að fólk ætti ekki að taka henni of alvarlega, sem sumir eiga það til að gera og hefur hún fengið reiðipósta frá ósáttum áhorfendum.

Fanney er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hún ræðir um samfélagsmiðlaævintýrið í spilaranum hér að neðan en brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Sko, þetta byrjaði eiginlega með því að mig langaði að gera einhverja vitleysu,“ segir Fanney um upphafið að ævintýrinu.

„Mig langaði bara að gera einhverja vitleysu á TikTok, af því að þetta er svo mikið, eins og við erum búin að tala um [í þættinum], það eru allir að reyna að vera fullkomnir og vilja eignast allt, halda að dauðir hlutir muni gera þá hamingjusama. Þannig ég er aðeins að gera grín að því. Þú þarft ekki að eignast Tesluna, þú verður ekkert meira hamingjusöm ef þú átt Teslu.“

Fanney á þá við myndbönd sem hún gerði í lok árs 2024 og byrjun árs 2025 um „hluti sem þú þarft ekki að eignast árið 2025.“

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

@fskula 10 hlutir sem þú þarft ekki að eignast árið 2025 🙅🏼‍♀️‼️🆘 #slepptuþessu #íslenskt #fyrirþigsíða #íslensktiktok #fyrirþigsíða ♬ original sound – Fanney 💁🏼‍♀️

Sumir tóku þessu persónulega

Fanney Skúladóttir.

„Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið. Ertu tilbúinn til að skuldsetja sjálfan þig fjárhagslega til að eignast einhverja dauða hluti sem gefa þér ekki neitt. Mér fannst það mjög áhugavert, þess vegna fyndið að gera grín að þessu,“ segir hún.

„En fólk tók þessu persónulega. Það alveg sendi mér skilaboð og tilkynnti mér hversu oft það notaði airfryerinn sinn.“

@fskula 10 hlutir sem þú þarft ekki að eignast árið 2025, part 2 🙅🏼‍♀️‼️🆘 #slepptuþessu #íslenskt #fyrirþig #íslensktiktok #fyrirþigsíða ♬ original sound – Fanney 💁🏼‍♀️

Jólaseríufíaskó

Í öðru myndbandi sló Fanney á létta strengi og beindi orðum sínum til fólks sem var enn með jólaseríuna uppi í mars.

„Það voru allir brjálaðir, ég fékk mörg reiðiskilaboð,“ segir Fanney.

@fskula Er ennþá desember hjá þér? 🎄 #fyrirþig #skammastuþín #fyrirþigsíða #íslenskt #dailytips #íslensktiktok ♬ original sound – Fanney 💁🏼‍♀️

Fanney segist ekkert kippa sér upp við svona mótlæti og hvetur aðra sem vilja búa til og deila efni á samfélagsmiðlum að láta ekki svona athugasemdir trufla sig.

„Maður er ákveðinn karakter í þessum TikTok-myndböndum, fólk má ekki vera að taka mig of alvarlega,“ segir hún brosandi.

@fskula Þú átt skilið trít! #momtips #lífsgæðakapphlaup #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt #fyrirþigsíða #slepptuþessu ♬ original sound – Fanney 💁🏼‍♀️

Fylgdu Fanneyju á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Hide picture