Fanney er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hún ræðir um samfélagsmiðlaævintýrið í spilaranum hér að neðan en brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.
„Sko, þetta byrjaði eiginlega með því að mig langaði að gera einhverja vitleysu,“ segir Fanney um upphafið að ævintýrinu.
„Mig langaði bara að gera einhverja vitleysu á TikTok, af því að þetta er svo mikið, eins og við erum búin að tala um [í þættinum], það eru allir að reyna að vera fullkomnir og vilja eignast allt, halda að dauðir hlutir muni gera þá hamingjusama. Þannig ég er aðeins að gera grín að því. Þú þarft ekki að eignast Tesluna, þú verður ekkert meira hamingjusöm ef þú átt Teslu.“
Fanney á þá við myndbönd sem hún gerði í lok árs 2024 og byrjun árs 2025 um „hluti sem þú þarft ekki að eignast árið 2025.“
Sjáðu myndbandið hér að neðan.
@fskula 10 hlutir sem þú þarft ekki að eignast árið 2025 🙅🏼♀️‼️🆘 #slepptuþessu #íslenskt #fyrirþigsíða #íslensktiktok #fyrirþigsíða ♬ original sound – Fanney 💁🏼♀️
„Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið. Ertu tilbúinn til að skuldsetja sjálfan þig fjárhagslega til að eignast einhverja dauða hluti sem gefa þér ekki neitt. Mér fannst það mjög áhugavert, þess vegna fyndið að gera grín að þessu,“ segir hún.
„En fólk tók þessu persónulega. Það alveg sendi mér skilaboð og tilkynnti mér hversu oft það notaði airfryerinn sinn.“
@fskula 10 hlutir sem þú þarft ekki að eignast árið 2025, part 2 🙅🏼♀️‼️🆘 #slepptuþessu #íslenskt #fyrirþig #íslensktiktok #fyrirþigsíða ♬ original sound – Fanney 💁🏼♀️
Í öðru myndbandi sló Fanney á létta strengi og beindi orðum sínum til fólks sem var enn með jólaseríuna uppi í mars.
„Það voru allir brjálaðir, ég fékk mörg reiðiskilaboð,“ segir Fanney.
@fskula Er ennþá desember hjá þér? 🎄 #fyrirþig #skammastuþín #fyrirþigsíða #íslenskt #dailytips #íslensktiktok ♬ original sound – Fanney 💁🏼♀️
Fanney segist ekkert kippa sér upp við svona mótlæti og hvetur aðra sem vilja búa til og deila efni á samfélagsmiðlum að láta ekki svona athugasemdir trufla sig.
„Maður er ákveðinn karakter í þessum TikTok-myndböndum, fólk má ekki vera að taka mig of alvarlega,“ segir hún brosandi.
@fskula Þú átt skilið trít! #momtips #lífsgæðakapphlaup #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt #fyrirþigsíða #slepptuþessu ♬ original sound – Fanney 💁🏼♀️