Áhorfendur voru ekki hrifnir af flutningi Simpson og fóru hörðum orðum um hana á samfélagsmiðlum. Einn líkti flutningi hennar við lestarslys og annar sagði söngkonuna hafa verið að „berjast fyrir lífi sínu“ á sviðinu.
„Þessi greyið kona veit ekki hvenær er tími til að hætta,“ sagði einn netverji.
„Hún hefði aldrei komist áfram í Idol ef hún væri í áheyrnarprufu,“ sagði annar.
Sumir komu stjörnunni til varnar og sögðu flutninginn frábæran. Margir sögðust vera ánægðir að sjá hana aftur á bak við hljóðnemann.
Horfðu á atriðið hér að neðan.