fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Fókus
Föstudaginn 2. maí 2025 20:30

Steven Spielberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikstjórinn hefur valið bestu bandarísku bíómyndina og það er ekki Jaws, ET, Schindler‘s List, Raiders of the Lost Ark eða einhver önnur mynd eftir hann.

Spielberg segir að besta bandaríska bíómyndin sé The Godfather í leikstjórn Francis Ford Coppola frá árinu 1972.

Það geta væntanlega margir tekið undir þessi orð leikstjórans goðsagnakennda enda er The Godfather á flestum listum yfir bestu kvikmyndir sögunnar. Myndin var valin sú besta á Óskarsverðlaunahátíðinni 1973 og þá fékk Marlon Brando Óskarinn sem besti leikarinn.

Spielberg lýsti þessu á athöfn sem haldin var til heiðurs Coppola í Los Angeles á dögunum. Á athöfninni, sem haldin var af American Film Institute, veitti hann Coppola viðurkenningu fyrir störf hans í kvikmyndageiranum síðustu áratugi.

„Þú endurskilgreindir viðmiðin í bandarískri kvikmyndagerð og veittir heilli kynslóð frásagnarfólks innblástur,“ sagði hann og bætti við að markmið allra í kvikmyndagerð væri að gera Coppola stoltan. „Ég vil alltaf að þú sért stoltur af verkum mínum,“ sagði Spielberg.

Það voru fleiri sem hrósuðu hinum 86 ára leikstjóra á athöfninni, til dæmis George Lucas, Robert De Niro og Al Pacino.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“