Söngvarinn Justin Bieber er staddur á Íslandi að taka upp nýja tónlist. Hann hefur verið mjög duglegur að birta myndir á Instagram úr ferðinni en nýjasta færslan hefur vakið talsverða athygli, en söngvarinn virðist vera að reykja kannabis í upptökuverinu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Justin birtir mynd af sér reykja eitthvað sem líkist kannabisi á samfélagsmiðlum. Heimildarmaður People sagði í apríl: „Justin er að skemmta sér og já, hann reykir gras eins og allir aðrir.“
Justin hefur verið að taka upp í Flóki Studios á Ólafsfirði undanfarna daga og notið náttúrunnar eins og má sjá á myndunum hér að neðan.
Fleiri myndir má sjá hér að neðan. Smelltu hér ef færslurnar birtast ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
View this post on Instagram
View this post on Instagram