fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fókus

Hermann um skilnaðinn og svikin – „Hann laug að ég væri dáinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. maí 2025 10:52

Hermann Óli Bachmann Ólafsson er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hárgreiðslumeistarinn Hermann Óli Bachmann Ólafsson er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

Hann ræðir um hvernig það var að alast upp sem samkynhneigður strákur þegar hommi var álitið niðrandi og ljótt orð. Hann ræðir einnig um hárgreiðsluferilinn og fyrirtækjareksturinn, sem hefur verið eins og rússíbani á köflum.

Hermann opnar sig einlægur um persónuleg mál, eins og barneignarferlið sem breyttist í þriggja ára martröð og skilnaðinn sem lífgaði hann við. Hann segir að það sem gerði útslagið var þegar hann heyrði að þáverandi eiginmaður hans hafði sagt öðrum karlmönnum að Hermann væri látinn til að auðvelda framhjáhaldið.

Þáttinn má horfa á hér að neðan eða hlusta á Spotify eða öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Hermann rifjar upp æskuna með bros á vör. „Ég á tvo fullkomna foreldra. Foreldrar mínir gáfu mér allt sem ég gat fengið, mig vantaði aldrei neitt. Ég átti frábæra vini sem ég á enn þá í dag. Æskan mín var þokkalega góð. Að sjálfsögðu var ég ungur lítill strákur sem vissi ekki hvað ég vildi vera og vissi ekki hver ég var. Það eina sem ég vissi þegar ég var yngri var að „hommi“ var ljótt orð, hommi var niðrandi.“

Aðspurður hvort hann hafi vitað það snemma að hann væri samkynhneigður svarar Hermann játandi. „Mjög snemma. Svona um sex ára,“ segir hann.

„Mómentið þegar ég var yngri, ég gleymi því aldrei. Mamma mín leyfði mér stundum að horfa lengur á sjónvarpið með sér á kvöldin og í eitt skiptið kom Queen-lagið „I want to break free“ og Freddie Mercury að ryksuga. Og ég sat bara: Ómægod, ég á heima þarna og ómægad, hvað ég er þetta video. Þá vissi ég strax að ég væri einhvern veginn öðruvísi.“

Hermann Óli Bachmann Ólafsson er gestur vikunnar í Fókus.

„Hann laug að ég væri dáinn“

Hermann gekk í gegnum skilnað í fyrra. „Skilnaðarferlið var mjög auðvelt,“ segir hann og útskýrir nánar:

„Þetta var mjög auðvelt af því að ég fann ekki fyrir neinni samvinnu í skilnaðinum. Ég fann frekar fyrir mótþróa og stælum. Og það gerði mér mjög auðvelt að labba í burtu.“

Hermann er þögull í smá stund áður en hann heldur áfram.

„Þegar maður kemst að því að maður sé dáinn og maður lifnar við á sama tíma, er líka þvílíkur léttir.“

Hann á ekki við að hann hafi verið dáinn inni í sér, heldur segist hann hafa komist að því að þáverandi eiginmaður hans hafi sagt öðrum að hann væri látinn til þess að auðvelda framhjáhald sitt.

„Hann laug að ég væri dáinn til þess að fá á broddinn,“ segir Hermann.

„Og þetta var vel skipulagt líka. Það var greinilegt að þetta var ekki gert í einhverju kæruleysi. Þetta var gert þannig að hann fann sér útlendinga á netinu sem hann gat sagt hvað sem var við, og eitt af því, auðvitað er hann með Instagram þar sem eru myndir og fleira, og strákarnir spyrja: Hver er þetta [við mynd af mér]? Og þá var sagt: „Þetta er fyrrverandi eiginmaður minn og hann dó í hræðilegu slysi.“

Áfall tveimur vikum fyrir brúðkaupið

„Hjónabandið okkar var kannski ekki það besta í heiminum heldur. Það var ekki byggt á réttum forsendum frá upphafi. Tveimur vikum fyrir brúðkaupið komst ég að því að hann hélt fram hjá mér.“

Hermann segir að honum fannst hann þurfa að fyrirgefa, en hann vildi bara sjá það góða í fólki.

„Þegar fólk horfir í augun á þér, lofar öllu fögru, segist elska þig, segir hvað þú ert fallegur. Þá langar mann að trúa því, mig langar að trúa því góða í öllum,“ segir Hermann.

„En eftir þetta löguðust hlutirnir því miður ekki.“

„Ég var ekki tilbúinn að missa barnið mitt“

Hermann og þáverandi eiginmaður hans eignuðust dreng með samkynhneigðri vinkonu Hermanns en við tók löng og ströng forræðisdeila sem tók þrjú ár að útkljá, milli þeirra og móðurinnar. Hann ræðir það tímabil nánar í þættinum, en hann vissi strax að hann væri tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir drenginn. En þar sem Hermann er ekki foreldri drengsins í augum laganna, þar sem þrír einstaklingar geta ekki verið foreldrar barns, hann var í raun bara „maki foreldris“ þá óttaðist hann að missa son sinn.

„Þegar við eignumst barnið þá held ég að ég hafi verið tilfinningalega og andlega kominn á þann stað: „I don‘t give a fuck.“ […] Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var það fyrsta sem ég hugsaði: Ég verð að fara frá þessum manni, það er margt ekki í lagi. Svo kemst þetta framhjáhald alveg heiftarlega upp, þá hvarf snaran um hálsinn á mér og ég náði að anda og þarna var mitt tækifæri, nú eða aldrei. Því ég var í rauninni kannski búinn að sætta mig við það að þetta myndi aldrei lagast hjá honum en ég var ekki tilbúinn að missa barnið mitt,“ segir hann.

„Ég hef oft heyrt fólk segja: Maður gerir hvað sem er fyrir börnin sín. Þarna var ég bara: „Veistu það, hann má vera með öllum þeim sem hann vill vera með. Af því að ég fæ að vera með barninu mínu.“ En svo auðvitað í þessu ferli, þegar einhver lýgur og segir að þú sért dáinn… Það eitt og sér segir hvað einhver hatar þig, þá er best að sleppa þeirri manneskju bara.“

Hermann skildi í fyrra og fékk umgengni. „Í dag fæ ég barnið mitt aðra hverja viku, þriðjudag til fimmtudagsmorgun – þá tekur hann barnið í einn dag, og þá fæ ég hann aftur á föstudegi og er með hann fram á sunnudagsmorgun til tíu.“

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni með Hermanni á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill birti þras sem skapaði líflegar rökræður – „Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras“

Egill birti þras sem skapaði líflegar rökræður – „Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?
Hide picture