fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Fókus
Mánudaginn 14. apríl 2025 11:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir neytendur ræddu um verðlag á Íslandi miðað við önnur lönd í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Umræðan byrjaði á því að kona að nafni Nína greindi frá nýlegri verslunarferð sinni í Portúgal.

„Fór í búð dag og keypti inn ýmislegt, meðal annars í fjórar máltíðir ásamt grænmeti, morgunmat, brauð og álegg og smá vín, ein belja af hvítu og 1 rauðvínsflaska og allskonar annað. Allt þetta kostaði 23 þúsund krónur.

Ef ég hefði keypt þetta á Íslandi hefði ég örugglega þurft að greiða að minnsta kosti 40 þúsund kall.

Datt í hug að setja þetta hér inn bara til umhugsunar.“

Færslan vakti mikil viðbrögð í hópnum og hafa yfir 80 athugasemdir verið ritaðar við hana. Sumir sögðu samanburðinn ósanngjarnan þar sem laun eru lægri í Portúgal.

„Settu líka inn hver launin eru í Portúgal,“ sagði ein og sagði að það væri ekki hægt að miða innkaup í Portúgal eða Spáni við íslensk laun eða eftirlaun.

„Það sem er „ódýrt“ fyrir íslenskan launþega/eftirlaunaþega/öryrkja kann að vera rándýrt fyrir venjulegan launþega í viðkomandi landi,“ sagði hún.

„Óþarflega hátt“ verðlag

Einn benti þá á að það væri verið að bera saman verð á ákveðnum vörum en ekki kaupmátt.

„Fyrir þá sem benda á að launin séu lægri í Portúgal, þá er það ekkert náttúrulögmál að matvæli á Íslandi geti ekki kostað það sama og annars staðar í Evrópu,“ sagði annar.

Eins og fyrr segir vakti færslan mjög mikil – og hörð – viðbrögð. Nína, konan sem skrifaði færsluna, sagðist sjálf vera á eftirlaunum. Tilgangur hennar með skrifunum var til að vekja athygli á þessum mun. „Vildi bara benda á að verðlag á Íslandi er óþarflega hátt. Það eru ekki allir á Íslandi með ofurlaun,“ sagði hún.

„Veruleikafirring og meðvirkni“

Sumir gagnrýndu þá sem bentu á launamun samhliða verðlagningu.

„Magnað hvað Íslendingar eru meðvirkir spillingunni . Og byrja að afsaka hátt vöruverð hér á landi,“ sagði einn.

„Sama fólkið sem talar um og kvartar yfir verðlaginu á Íslandi er fólkið sem kemur hér inn í hvert skipti sem einhver deilir upplýsingum um verðlag í öðrum löndum og ver Íslenska verðið út í eitt. Það heitir veruleikafirring og meðvirkni,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki