fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Fókus
Mánudaginn 14. apríl 2025 09:00

Ingunn Ragna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Ragna er 46 ára móðir, matreiðslumaður og þjálfari sem hefur upplifað ýmislegt í þessu lífi. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Skólagangan gekk upp og niður, Ingunn var mjög virk og átti erfitt með að sitja kyrr og læra.

„Ég var bara óþekk, með ógreint ADHD og sett í tossabekk. Sagt að ég gæti ekki lært. Ég hef í raun verið alla tíð síðan að afsanna það, meðvitað eða ómeðvitað,“ segir hún.

Nauðgað 14 ára

Ingunn byrjaði að drekka ung og drakk þá illa. Fjórtán ára lenti hún í nauðgun sem hún bar ein með sér í þögn.

„Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm, eins og flestir þolendur. Ég drakk ekki í einhver ár eftir þetta því ég vildi ekki missa stjórn á aðstæðum,“ segir hún.

Nítján ára gömul fór Ingunn í sína fyrstu og einu meðferð. „Ég byrjaði snemma og hætti snemma, sem betur fer,“ segir hún.

Neydd í veikindaleyfi

Ingunn flúði í vinnu og er vinnualki, eins og hún orðar það sjálf.

Eftir tvö alvarleg slys, veikindi og mikið álag sem leiddi til þess að hún var neydd í veikindaleyfi fór hún að meta lífið á aðeins annan hátt: Lífið er ekki bara vinna, þjösna sér út og vera svo að drepast úr verkjum þangað til þú mætir aftur í vinnuna.

„Ég fékk að fara í gegnum Virk og lærði helling þar. Ég fékk aðstoð við að setja saman plan fyrir nýtt consept sem er að fara af stað,“ segir hún.

Ingunn leitaði til lækna hérlendis og alls kyns gúrúa erlendis líka sem fara óhefðbundnar leiðir. Í dag er lífið svo sannarlega á réttri leið, eftir mikla vinnu, sjálfsvinnu og finna það út hvað gefur manni mest, ekki bara í aðra hönd, heldur líka í hjartað.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro