fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Ragnhildur fór í ræktina í útlöndum og fékk spurningu sem kom flatt upp á hana – Svar hennar vakti undrun

Fókus
Mánudaginn 17. mars 2025 10:13

Ragga Nagli. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er á ferðalagi og fékk skemmtilega spurningu um aldur hennar. Hún segir frá þessu í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Ragnhildur er stödd í Jamaíka og eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir þegar hún er að heimsækja nýtt land er að upplifa ræktarmenningu þess.

„Því lífsstíllinn fer ekki í frí þó skipt sé um póstnúmer og ferðast um lönd og höf. Það þarf samt að heiðra þörf líkamans fyrir hreyfingu,“ segir hún.

Ragnhildur fann góða líkamsrækt sem margir helmassaðir ræktargestir sóttu.

„Einn meðlimur gekk upp að Naglanum og spurði til nafns. Eftir kynningu á báða bóga spurði félaginn: „Ertu spretthlaupari?“

[Ragga nagli:] „Ha ég… nei nei nei. Af hverju spyrðu að því?“

[Maðurinn:] „Af því þú ert bæði vöðvastælt og greinilega með lága fituprósentu. Hvaða íþrótt stundarðu?“

[Ragga nagli:] „Aðallega lyfta lóðum og jú ég tek spretti og sprengiæfingar. Hef gert það í 27 ár.“

[Maðurinn:]  „27 ár?? Bíddu, bíddu….. hvað ertu gömul?“

[Ragga nagli:] „46 ára á þessu ári.“

Þarna stækkuðu augun hjá félaganum svo sást í hvítuna.

[Maðurinn:]  „Í alvöru…. ég hefði haldið að þú værir allavega 10 árum yngri.“

Hvort hann var bara að skjalla Naglann, eða hvort hann meinti þetta í raun og veru, þá hlýjuðu þessi orð allavega hjartarótunum í sjóðheitu karabíska loftslaginu.“

Ragnhildur segir að lyfta lóðum sé „yngingarmeðalið sem við öll leitum að logandi ljósi.“

„Því það stuðlar að unglegra hormónakerfi með losun á testósteróni, vaxtarhormónum, IGF-1, í kjölfar viðskipta okkar við stálið,“ segir hún.

„Sparaðu aurinn í hrukkukrem, leirmaska og ávaxtasýruserum, og strappaðu þig upp, kalkaðu lófana og rífðu í járnið. Kannski færðu hrós frá huggulegum ungum manni, konu, hán í ræktinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni