fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Fókus
Fimmtudaginn 13. mars 2025 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir og fv. borgarstjóri, hefur sent frá sér lagið Öræfaandi. Þetta er 36. lagið sem Ólafur gefur út en hann hóf að senda frá sér lagasmíðar árið 2013.

Eins og oft áður útsetur Vilhjálmur Guðjónsson lagið og sér um hljóðfæraleik, en Friðrik Grétarsson annast kvikmyndatöku myndbandsins sem fylgir hér með.

Lagið heitir Öræfaandi og er við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, sem hann orti á Eyjabökkum, við gjörning þar, 4. september 1999. „Ég kynntist Hákoni við Snæfellsskála 11. ágúst 1999, daginn áður en ég kom í fyrsta sinn á Eyjabakka, 12. ágúst 1999. Það átti síðar eftir að leiða til stofnunar Umhverfisvina, sem söfnuðu yfir 45.000 undirskriftum gegn 45 fkm uppistöðulóni á náttúruperlunni, gróður- og Ramsarvotlendissvæðinu Eyjabökkum, við austurhlíðar Snæfells í 600 m hæð,“ segir Ólafur.

„Við Hákon vorum saman í sigursveit grasrótarhreyfingarinnar Umhverfisvina og frægt varð þegar Hákon fór til Noregs á vegum Umhverfisvina og flutti konungi þar drápu með bón um að Eyjabökkum yrði þyrmt. Norsk Hydro átti að vera framkvæmdaraðili Fljótsdalsvirkjunar, en það var einmitt vegna þess þjóðarvilja, sem kom fram í undirskriftasöfnun Umhverfisvina, sem Norðmenn hættu við Fljótsdalsvirkjun. Það gerðist 30. mars árið 2000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Slökkviliðsmaður til 30 ára: Þetta áttu alls ekki að gera ef það kviknar eldur í bakaraofninum

Slökkviliðsmaður til 30 ára: Þetta áttu alls ekki að gera ef það kviknar eldur í bakaraofninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni