fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Stjörnuparið að skilja – „Hjónabandið hefur verið að molna“

Fókus
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska tónlistarkonan og leikkonan Lily Allen (39) og bandaríski leikarinn David Harbour (49) eru að skilja eftir fjögurra ára hjónaband.

„Hjónaband hennar hefur verið að hrynja,“ segja heimildamenn People og segja hjónin flutt sundur.

Sögusagnir um samband þeirra hófust í janúar 2019 eftir að þau mættu saman í BAFTA Tea partýið og staðfestu þau  samband sitt í október það ár. Parið gifti sig í Las Vegas árið 2020 eftir að hafa kynnst á stefnumótaforriti  fræga fólksins Raya. Dætur Allen, Marnie Rose og Ethel Mary, sem nú eru 12 og 13 ára, voru viðstaddar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by David Harbour (@dkharbour)

Allen talaði um „erfiða tíma“ í Miss Me? hlaðvarpsþætti hennar og Miquita Oliver þann 16. desember. Þrátt fyrir að Allen hafi ekki gefið nánar upplýsingar um hvað væri að angra hana, sagði hún að það hefði áhrif á andlega heilsu sína og matarlyst.

Fyrr á þessu ári gaf Allen aðdáendum þeirra hjóna innsýn í nokkrar af óhefðbundnari hliðum hjónabandsins, eins og OnlyFans reikninginn hennar, þar sem hún selur myndir af fótum sínum, og þá staðreynd að hjónin stjórnuðu símaforritum hvors annars. 

„Ég er núna með barnasíma sem heitir Pinwheel. Hann hefur enga vaframöguleika og enga samfélagsmiðla, en þú getur samt haft Uber og Spotify,“ sagði hún við The Sunday Times í maí. „Maðurinn minn stjórnar því hvað ég má hafa sem app í símanum mínum. Ég er stjórnandi á hans síma.“

Í hlaðvarpinu sínu í júlí sagði hún að Harbour segði OnlyFans reikning hennar frábæran.

„Í fyrstu sagði hann að þetta væri ekkert að kveikja í honum, en hann spurði hvort þetta væri eitthvað kinký fyrir mig, sem ég neitaði. En kannski er það kinký fyrir mig að stjórna einhverju svona,“ sagði Allen, sem viðurkenndi að oft hafnaði hún kynferðislegum óskum eiginmannsins. 

„Ég velti því fyrir mér hvort ég sé að gera lítið úr kynferðisórum eiginmannsins,“ sagði hún. „Vegna þess að hann spyr oft um hluti og ég er svara: „Nei, elskan, það er ekki að gerast.“

Ég er ekki að húðskamma hann hvernig hann dirfist að spyrja mig. En meira svona: „Höfuðverkur, fékk smá höfuðverk — kannski ekki í kvöld.“

Hjónin ásamt dætrum Allen

Í nóvember 2023 opnaði sagði Harbour í viðtali við People að hann hefði fundið sálufélagann hjá Allen. Eins og ofangreint sýnir hafa hjónakornin alltaf rætt opinskátt um samband sitt og í viðtali við The Sunday Times í október 2020 sagði Allen að hún vonaðist til að eignast börn með Harbour.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“