fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 15:29

VÆB Mynd: Ragnar Visage

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VÆB bræðurnir báru sigur úr býtum með lagið Róa á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá RÚV.

Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Hér má sjá úrslit keppninnar.

Fyrri undanúrslit 8. febrúar – Símakosning almennings

  1. RÓA – VÆB: 12649 atkvæði (30,40%)
  2. Eins og þú – Ágúst: 10069 atkvæði (24,20%)
  3. Frelsið mitt – Stebbi JAK: 8853 (21,28%)
  4. Ég flýg í storminn – Birgo: 5089 atkvæði (12,23%)
  5. Norðurljós – BIA: 9945 atkvæði (11,89%)

Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit.

Seinni undanúrslit 15. febrúar – Símakosning almennings

  1. Þrá – Tinna: 9846 atkvæði (23,30%)
  2. Eldur – Júlí og Dísa: 9469 atkvæði (22,41%)
  3. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 9323 atkvæði (22,06%)
  4. Flugdrekar – Dagur Sig: 7400 atkvæði (17,51%)
  5. Rísum upp – Bára Katrín: 6218 atkvæði (14,72%)

Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit.

Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig.

Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Atkvæði dómnefndar

  1. RÓA – VÆB: 74 stig
  2. Fire – Júlí og Dísa: 63 stig
  3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig
  4. Words – Tinna: 53 stig
  5. Like You – Ágúst: 45 stig
  6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig

Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur.

Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Símakosning almennings

  1. RÓA – VÆB: 36535 atkvæði (27,7%) – 93 stig
  2. Set Me Free – Stebbi JAK: 32202 atkvæði (25,2%) – 85 stig
  3. Fire – Júlí og Dísa: 29010 atkvæði (22,0%) – 74 stig
  4. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 15266 atkvæði (11,6%) – 39 stig
  5. Like You – Ágúst: 9104 atkvæði (6,9%) – 23 stig
  6. Words – Tinna: 8839 atkvæði (6,7%) – 22 stig

Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir.

Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Dómnefnd og símakosning

  1. RÓA – VÆB: 167 stig
  2. Set Me Free – Stebbi JAK: 142 stig
  3. Fire – Júlí og Dísa: 137 stig
  4. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 83 stig
  5. Words – Tinna: 75 stig
  6. Like You – Ágúst: 68 stig

Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta situr ennþá í mér í dag“

„Þetta situr ennþá í mér í dag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt