fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fókus

Nýtt hlutverk Svala

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 18:30

Sigvaldi Kaldalóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­valdi Kaldalóns, Svali, útvarpsmaður með meiru er kominn með nýjan starfstitil.

Í færslu á Instagram um helgina segir Svali frá því að hann er orðinn fast­eigna­sali hjá Novus Habitat á Spáni.

„Ég er í stuði, eruð þið í stuði? Ég ætla að setja allt á rauðan. Ég á náttúrlega ekki neitt sko,“ segir Svali staddur fyrir framan spilavíti.

„Þið gætuð verið að hugsa hvað er ég að gera hér? Jú ég er að kynna mig til leiks sem leikmaður Novus Habitat fasteignasölu. En Spánn er ekki bara fasteignir, þetta er líka lífsstíll,“ segir Svali, en í myndbandinu má sjá hann í golfi, spila Padel, og fá sér bjór.

„Djöfull væri ég til í að vera heima bara og fara í golfhermi. Djók!“

Sýnir Svali myndskeið frá Altea, Benidorm, Alicante, Torrevieja, Calpe og Tenerife. „Spánn bíður – ert þú klár?“ skrif­ar hann við mynd­skeiðið

„Ef þig langar til að eignast fasteign í sólinni leyfðu þá Novus Habitat að hjálpa þér. Við hjálpum þér að taka skrefið og klára svo dæmið alla leið.

Hvað segirðu? Nei ég er fimmtugur, af hverju ætti ég að fara á eitthvað froðudiskó?“ segir Svali í símann og segist bara slakur í sólinni á Benidorm.

Svali flutti ásamt konu og börnum til Tenerife í byrjun árs 2018 og hefur rekið þar ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen veitti sjaldséða innsýn í sambandið

Gisele Bündchen veitti sjaldséða innsýn í sambandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist