fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Leikskólakennari fór niður hættulega braut eftir swing-partý

Fókus
Mánudaginn 10. febrúar 2025 21:30

Katy Bampton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2020 flaug hin breska Katy Bampton til Ástralíu til að taka þátt í sínu fyrsta swing-partýi. Á þeim tíma var hún leikskólakennari og Katy lýsir sér sem „einfaldri“ eða „auðtrúa.“

Það voru foreldrar eins barnsins sem höfðu sett sig í samband við hana og boðið henni að koma í partýið. Katy vissi það ekki en þetta boð átti eftir að breyta lífi hennar og senda hana niður hættulega braut. Við tók fimm ára ferðalag, óteljandi swing-partý og mikið af fíkniefnum á borð við MDMA og alsælu.

Katy er á góðum stað í dag og hjálpar öðrum konum. Hún segir sögu sína í Mail Online.

Hún vill vekja fólk til umhugsunar um fíkniefni og kynlíf og af hverju konur nota efni á borð við MDMA í kynlífi. Í dag er Katy edrú og kennir konum að læra að elska kynlíf fyrir sig sjálfar, að njóta í raunveruleikanum.

Í viðtalinu segir Katy frá því þegar hún hélt swing-partý fyrir tæplega 150 manns. Það voru smokkar, sleipiefni og fíkniefni út um allt. Þannig var það yfirleitt.

Katy kynntist fyrrverandi kærasta sínum, klámstjörnunni Rob, í nóvember 2021 á swing-klúbbnum Chateau Vino. Þau fóru saman að halda swing-partý þar sem 100-150 manns mættu, tíu manns á hverju rúmi og allir voru að til fimm um morguninn. Katy sagði upp leikskólakennarastarfinu og sneri sér að OnlyFans með Rob. Þau voru einnig virk í swing-lífsstílnum.

Farið að taka toll

En með árunum fór Katy að átta sig á því að þetta væri að taka sinn toll á henni. „Þetta var ekki alvöru, þetta var feik,“ segir hún, og á þá við að fíkniefnin breyttu fólki og fólk hafi ekki í alvöru verið að njóta, heldur hafi það verið vegna efnanna.

Katy varð edrú. „Ég entist ekki lengi án fíkniefnanna þannig ég fór heim um miðnætti. Mér fannst fínt að enda kvöldið þá, fá góðan nætursvefn og eiga venjulegan sunnudag, fara á ströndina og fara í bröns með vinkonum mínum.“

Katy segir að á þessum tíma hafi hún byrjað að taka eftir því að konurnar væru ekki tengdar tilfinningum sínum. „Þær þurftu ekki efnin, þær þurftu að elska líkama sinn meira.“

Hún segir að margar konur nota efni á borð við MDMA til að flýja gömul áföll eða flýja raunveruleikann og erfið sambönd, en hún segir að efnin séu ekki lausnin að vandanum.

Hér að neðan má sjá færslu frá Instagram-síðu Katy. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð hana ekki.

Katy flutti til Taílands árið 2023. „Ég vissi að þetta líf væri ekki lengur fyrir mig. Ég fór í retreat í frumskóginum svo ég gæti hreinsað sjálfa mig og komist á næsta stig móðurhlutverksins.“

Hún stofnaði „School of Sensuality“ til að hjálpa öðrum konum að elska kynlíf. „Ég vil bara hjálpa öðrum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm