

Karl Bretakonungur og Camilla drottning birtu árlegt jólakort sitt á Instagram á laugardag. Á myndinni má sjá þau brosa breitt og haldast í hendur, en myndin er tekin í Villa Wolkonsky í Róm á Ítalíu í apríl.
„ It’s beginning to look a lot like Christmas!“ skrifa hjónin við myndina eða „Það er farið að líkjast jólum!“
View this post on Instagram
Karl er sagður undirbúinn því að jólahátíðin verði hugsanlega hans síðasta .„Charles forgangsraðar skyldum sínum, en hann er líka fjölskyldumaður sem veit að tími hans er dýrmætur,“ sagði heimildarmaður við Us Weekly á fimmtudag.
Karl ætlar að verja jólamorgni í Maríu Magdalenukirkju og mun síðan taka upp árlega ræðu sína.
„Ekkert myndi koma í veg fyrir að Karl gerði það,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hann mun gera allt sem búist er við af honum og meira til.“
Annar heimildarmaður lýsti áhyggjum ástvina sinna af því að „heilsa Karls væri ekki sú besta“. „Þau taka þetta dag frá degi.“
Karl sagði hins vegar að honum liði ekki „of illa“ í heimsókn á Midland Metropolitan háskólasjúkrahúsið í september. Í febrúar 2024 tilkynnti konungurinn að hann hefði verið greindur með krabbamein. Á þeim tíma hafði hann nýlega gengist undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils.
Nokkrum mánuðum síðar tilkynnti tengdadóttir Karls, Kate Middleto hertogaynja, að hún hefði greinst með krabbamein í mars 2024. Hún lauk krabbameinslyfjameðferð í september sama ár og tilkynnti í janúar að hún væri krabbameinslaus.