fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Fagna sex árum af ást – „Þetta er svo sannarlega par sem lætur verkin tala og draumana rætast“

Fókus
Sunnudaginn 7. desember 2025 10:30

Gummi Kíró og Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og samfélagsmiðlastjörnuparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró eins og hann er kallaður, fögnuðu nýverið sex ára sambandsafmæli.

DV lék forvitni á að vita hvernig turtildúfurnar eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.

Gummi er bogmaður en Lína er fiskur. Þetta er svo sannarlega par sem lætur verkin tala og draumana rætast þegar þau sameina krafta sína. Bogmaðurinn er hugsuður, heimspekingur og fer auðveldlega úr einu í annað. Fiskurinn horfir meira inn á við og er í sífelldri sjálfsskoðun. Að einhverju leyti er hér um að ræða algjörar andstæður og því finnst sumum þau vera ólíklegt par. En sambandið blómstrar ef þau gefa sér tíma til að sinna því.

Bæði eru sífellt leitandi á sinn hátt; fiskurinn á tilfinningalegan og andlegan hátt á meðan bogmaðurinn er frekar með heimspekilegar pælingar, en þetta getur skapað djúpa tengingu þar sem þau tala um lífið, tilgang og drauma.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Þar sem bogmaðurinn er mjög opinn og félagslyndur þá er hann oft fljótur að grípa til varna fyrir hlédræga fiskinn. Stundum er það gott, stundum er það vont. Hins vegar nær fiskurinn að sýna bogmanninum hvernig á að slaka á og einbeita sér að einum hlut í einu.

Fiskurinn hefur mikla aðlögunarhæfni og samkennd. Því á hann auðveldara en flest merkin með að umbera sveimhugann bogmanninn. Bæði merki þrá að kanna heiminn og uppgötva eitthvað nýtt. Þau eru bæði mjög vinnusöm og ef þau stilla saman strengi gætu þau gert eitthvað stórkostlegt saman.

Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.

Guðmundur Birkir Pálmason
Fæddur: 10. desember 1980
Bogmaður
Örlátur
Hugmyndaríkur
Húmoristi
Heiðvirður
Lofar upp í ermina á sér
Óþolinmóður

Lína Birgitta Sigurðardóttir
Fædd: 6. mars 1991
Fiskur
Samúðarfull
Listræn
Blíð
Gáfuð
Píslarvottur
Treystir of mikið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga