
Það er alltaf nóg að gera hjá Patrik og í haust byrjaði hann með raunveruleikaþætti á YouTube, PBT TV.
Ellý segir að Patrik þurfi að taka til hjá sér. „Hann er að losa sig við eitthvað sem hentar honum ekki. Og hann tekur inn í líf sitt það sem hentar honum.“
Hún telur líka að tónlistarmaðurinn sé mun andlegri en hann og aðrir halda. „En hann er sterkur, hann er að hreinsa eitthvað til í kringum sig og er að fara í nýtt upphaf. Hann veit að það er ekki hægt að draga fortíðina inn í framtíðina, þannig hann horfir fram á við,“ segir hún og bætir við að lokum:
„Ef hann sefur með síma eða raftæki í kringum sig þá þarf hann að henda því út. Af því að þessi drengur þarf hvíld af því að hann er á fullu.“
Ellý hefur meira að segja um Patrik, horfðu á spána í spilaranum hér að ofan. Þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.
Lesa meira um áramótaspá Ellýjar Ármanns:
Slæm tíðindi fyrir Valkyrjustjórnina
Valdamikið ár í vændum fyrir Snorra
Auddi Blö er bara rétt að byrja
Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot