fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 28. desember 2025 12:30

Ellý segir að ást Ómars og Evu sé sönn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári.

Horfðu klippu úr þættinum hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni hér eða hlusta á Spotify .

video
play-sharp-fill

Eitt af pörunum sem vakti hvað mesta athygli á árinu var stjörnuparið Ómar R. Valdimarsson, lögmaður, og Eva Margrét Ásmundsdóttir, fasteignasali. Þau gengu í það heilaga í maí eftir um átta mánaða samband og gerðu kaupmála.

Sjá einnig: Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Lesendur höfðu mikinn áhuga á parinu í ár og voru allar fréttir um þau mikið lesnar, hvort sem það var um ferðalög þeirra eða hjónavígslu.

Við spurðum Ellý: „Hvaða skilaboð hafa spilin fyrir þessi nýbökuðu hjón?“

„Sönn ást,“ segir hún einfaldlega.

„Þau eru tengd og þau tengdust um leið og þau hittust. Ég held líka að hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan. En það gengur á ýmsu og þau tækla það, við erum öll að takast á við eitthvað verkefni.

Fjölskyldurnar sameinast og þau þurfa bara að leggja sig fram við að gefa eftir og sýna umburðarlyndi. En þetta er sálarsameining. Fallegt samband. Af hverju ekki að lifa núna? Þetta er svolítið „lífið núna“ samband. Af hverju eigum við ekki bara að trúa því og vera í núinu? En þau þurfa að takast á við alls konar hindranir sem eru fyrir framan þau og þau tækla það.“

Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.

Lesa meira um áramótaspá Ellýjar Ármanns:

Íslenskt samfélag 2026

Verður söngvakeppni?

Slæm tíðindi fyrir Valkyrjustjórnina

Valdamikið ár í vændum fyrir Snorra

Auddi Blö er bara rétt að byrja

Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Guðmundur Ingi 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Skrúfaðu niður í áhrifaskvaldri örhrifavalda á samfélagsmiðlum“

„Skrúfaðu niður í áhrifaskvaldri örhrifavalda á samfélagsmiðlum“
Hide picture