
Horfðu klippu úr þættinum hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlusta á Spotify .
Við ræddum líka við Ellý um hennar ár og spurðum: Ef þú horfir yfir liðið ár, hvað stóð upp úr?
„Það er náttúrulega bara að fá að fljúga um öll heimsins höf með Icelandair. Þetta er bara besta starf í heimi,“ segir Ellý brosandi.
„En það sem stóð upp úr hjá mér var náttúrulega þetta hjartans þakkir, sem einhvern veginn yfirtók líf mitt þarna á tímabili. Og líka fjölskyldan og ömmustelpurnar mínar […] Ég elska að vera amma. Svo á ég yndislegan kærasta sem er að taka upp þessi myndbönd fyrir mig.“
Ellý er líka að þjálfa hjá Kötlu Fitness, bæði lyftingar og endurheimt (e. recovery). Hún segir að eitt af því sem veitir henni hvað mesta gleði er að þjálfa fólk yfir sextugt.
„Það er geggjað. Það er að lyfta lóðum og það er æðislegt, þau eru komin með six-pakk! Það er framtíðin, að hreyfa sig og hugsa hvað maður er að hugsa. Hugleiða, bara eina mínútu á dag.“
Þetta eru ekki hefðbundin dagvinnustörf; spákona, flugfreyja og þjálfari, hvernig skipuleggur hún sig og nær að sinna þessu öllu?
„Þetta er bara tímastjórnun. Ég þarf að vera rosalega ákveðin í að setja mörk og segja nei þegar ég þarf að gera eitthvað annað. En þetta er bara… að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Eitthvað sem þú lærðir á árinu sem þú myndir vilja miðla áfram?
„Bara hlusta… Hlusta á undirmeðvitundina, af því að stundum fáum við hugsanir sem eru ekki okkar hugsanir. Kannski eitthvað sem mamma sagði, pabbi sagði, sem einhver kennari sagði. Eða einhver sagði við mann einhvern tímann, og maður fer að trúa því og hugsa það. Þannig að maður þarf að hugsa hvað maður er að hugsa,“ segir hún.
„Hlusta á undirmeðvitundina, hlusta á hjartað. Og það sem ég veit, er að unga fólkið er svo meðvitað. Það er að manifesta og það er svo andlegt og jákvætt gagnvart öllu svona. Í gamla daga var meira svona: „Uss, ekki vera með eitthvað spádóms eitthvað…“ En í dag eru allir svo opnir.“
Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni. Þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.
Lesa meira um áramótaspá Ellýjar Ármanns:
Slæm tíðindi fyrir Valkyrjustjórnina
Valdamikið ár í vændum fyrir Snorra
Auddi Blö er bara rétt að byrja
Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot