fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. desember 2025 20:00

Ellý Ármanns og Snorri Másson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári ásamt málefnum sem voru í deiglunni.

Það kom margt áhugavert fram í þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hér að neðan má horfa á klippu úr þættinum þar sem Ellý spáir fyrir Snorra.

video
play-sharp-fill

Undanfarið ár hefur Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, og flokkurinn sjáfur verið í uppsveiflu, en á sama tíma hefur hann verið sakaður um að ala á hátri. Við spurðum: Hvernig verður næsta ár hjá Miðflokknum og Snorra? Halda þeir áfram í sömu stefnu eða munu þeir breyta til?

Ellý spáði fyrir falli Valkyrjustjórnarinnar á nýju ári og segir Snorra einn af þeim sem muni taka við keflinu.

Sjá einnig: Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

„Hann er að stíga yfir á og hann ákveður að beita þessari aðferð. En það er ekkert illt í þessum manni. Það er ekkert slæmt sýnt í þessum manni. Og hann veit, sem fjölmiðlamaður, að það sem er neikvætt, það nær í gegn. Og hann hefur beitt einhverri aðferð; að vera neikvæður. En hann snýr þessu yfir í jákvæðni og hann er að stíga fram og verður mun, mun öflugri en hann var. En hann verður lágstemmdari, það verður ekki eins mikill hávaði í honum.“

Ellý segir að Snorri sé að spila skák og ætli að vinna.

„Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hann situr og fundar með einhverjum og þeir ákveða og hann gerir það og þeir gera það í sameiningu.“

Í spilaranum hér að ofan má sjá spá Ellýjar um Snorra og Miðflokkinn. Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Hide picture