
Það kom margt áhugavert fram í þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hér að neðan má horfa á klippu úr þættinum þar sem Ellý spáir fyrir Snorra.
Undanfarið ár hefur Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, og flokkurinn sjáfur verið í uppsveiflu, en á sama tíma hefur hann verið sakaður um að ala á hátri. Við spurðum: Hvernig verður næsta ár hjá Miðflokknum og Snorra? Halda þeir áfram í sömu stefnu eða munu þeir breyta til?
Ellý spáði fyrir falli Valkyrjustjórnarinnar á nýju ári og segir Snorra einn af þeim sem muni taka við keflinu.
Sjá einnig: Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
„Hann er að stíga yfir á og hann ákveður að beita þessari aðferð. En það er ekkert illt í þessum manni. Það er ekkert slæmt sýnt í þessum manni. Og hann veit, sem fjölmiðlamaður, að það sem er neikvætt, það nær í gegn. Og hann hefur beitt einhverri aðferð; að vera neikvæður. En hann snýr þessu yfir í jákvæðni og hann er að stíga fram og verður mun, mun öflugri en hann var. En hann verður lágstemmdari, það verður ekki eins mikill hávaði í honum.“
Ellý segir að Snorri sé að spila skák og ætli að vinna.
„Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hann situr og fundar með einhverjum og þeir ákveða og hann gerir það og þeir gera það í sameiningu.“
Í spilaranum hér að ofan má sjá spá Ellýjar um Snorra og Miðflokkinn. Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.