
Við spurðum Ellý um Valkyrjurnar, ríkisstjórnarsamstarf Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins.
Við spurðum: Hvernig mun samband þeirra þróast á næsta ári? Mun samstarfið ganga vel eða verða einhverjir brestir?
„Ég verð að sýna þér þetta,“ segir Ellý og bendir á spilin. Sjáðu spána hennar fyrir valkyrjurnar hér að neðan.
„Það er svolítið þannig,“ segir Ellý. „Samstarfið hefur verið gott. En það á eftir að breytast. Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum.“
Hún útskýrir spilin nánar: „Það er eins og þær stökkvi fram af… þetta er myndlíking, þær stökkva á eitthvað sem þær treysta á. Það er eitthvað plan, það er voða mikið verið að tala um eitthvað plan. En við vitum ekki hvaða plan. Og þjóðin vill vita hvaða plan. Það er eins og þær séu svolítið á hringekju að velta fyrir sér hvað sé best hér í stöðunni. En svo koma þrumur og eldingar. Og þjóðin kýs og þjóðin ákveður. Það breytist allt.“
Aðspurð hvort að Valkyrjustjórnin muni kveðja svarar Ellý játandi.
„Það eru menn sem að stíga þarna upp og líka konur. En þær þrjár… þær segja: „Af hverju þurfti þetta að fara svona?“ Kannski af því að planið var ekki það sem þjóðin þráir.“
Í spilaranum hér að ofan má sjá spá Ellýjar um Valkyrjustjórnina. Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.