fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. desember 2025 12:30

Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári, ásamt málefnum sem voru í deiglunni.

Við spurðum Ellý um Valkyrjurnar, ríkisstjórnarsamstarf Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins.

Við spurðum: Hvernig mun samband þeirra þróast á næsta ári? Mun samstarfið ganga vel eða verða einhverjir brestir?

„Ég verð að sýna þér þetta,“ segir Ellý og bendir á spilin. Sjáðu spána hennar fyrir valkyrjurnar hér að neðan.

video
play-sharp-fill

„Það er svolítið þannig,“ segir Ellý. „Samstarfið hefur verið gott. En það á eftir að breytast. Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum.“

Hún útskýrir spilin nánar: „Það er eins og þær stökkvi fram af… þetta er myndlíking, þær stökkva á eitthvað sem þær treysta á. Það er eitthvað plan, það er voða mikið verið að tala um eitthvað plan. En við vitum ekki hvaða plan. Og þjóðin vill vita hvaða plan. Það er eins og þær séu svolítið á hringekju að velta fyrir sér hvað sé best hér í stöðunni. En svo koma þrumur og eldingar. Og þjóðin kýs og þjóðin ákveður. Það breytist allt.“

Aðspurð hvort að Valkyrjustjórnin muni kveðja svarar Ellý játandi.

„Það eru menn sem að stíga þarna upp og líka konur. En þær þrjár… þær segja: „Af hverju þurfti þetta að fara svona?“ Kannski af því að planið var ekki það sem þjóðin þráir.“

Í spilaranum hér að ofan má sjá spá Ellýjar um Valkyrjustjórnina. Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun
Hide picture