fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Þau eignuðust barn árið 2025

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. desember 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnalánið lék við íslendinga á árinu. Fjölmargir þekktir íslendingar eignuðust barn á árinu, sumir frumburðinn og aðrir bættu í stóran barnahóp.

Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og læknir, og Árni Steinn Viggósson, viðskiptafræðingur, eignuðust soninn Sigurð Árna 23. júní.


Katrín Oddsdóttir, lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, tónlistar- og útvarpskona, eignuðust soninn Sólbjörn 14. júní. Katrín á tvo syni frá fyrra sambandi.

„Tíu – tær – fullkomnun. Sólardrengurinn okkar kom í heiminn 14.06.2025. Allt gekk vel og öllum líður stórkostlega. Takk fyrir alla straumana og kveðjurnar elsku fólkið okkar. Meira síðar.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katrín Oddsdóttir (@kataodds)

Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og eigandi Náttúruhlaupa, og Páll Ólafsson, eignuðust son, 9. september. Fyrir eiga þau soninn Margeir Inga, sem er fjögurra ára.
Bræðurnir eiga sameiginlegt að hafa fæðst á þriðjudegi, níunda dag mánaðarins, tveimur vikum fyrir settan dag, auk þess að hafa fæðst jafnstórir.

„Yndislegur lítill bróðir kom í heiminn með hraði þann 9. september. Margeir Ingi, 4 ára, er duglegur stóri bróðir sem hugsar vel um nýja krílið og erum við ótrúlega stolt af honum. Bræðurnir eru ótrúlega líkir en þeir fæddust báðir tæplega tveimur vikum fyrir settan dag og voru nákvæmlega jafn stórir. Mættu einnig báðir á þriðjudegi og 9. degi mánaðar.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elisabet Margeirsdottir (@elisabetm)


Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit-afrekskona og Brooks Laich, fyrrum íshokkíleikmaður, eignuðust dótturina Emberly Heba 6. október.


Erna Mist Yamagata, myndlistarmaður og Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri eignuðust dóttur 15. janúar. Þorleifur á son frá fyrra sambandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Erna Mist (@ernamiststudio)

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi, og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eignuðust dótturina Helgu Sigríði 13. ágúst. Fyrir eiga þau einn son.


Ellen Helena Helgadóttir sálfræðingur og Pálmi Ragnar Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent, eignuðust son 4. júlí.
„Halló heimur. Litli drengurinn okkar mætti 4. júlí,“ skrifaði parið við fallega mynd af honum sofandi í bastvöggu.

Ellen Helena og Pálmi Ragnar.

Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, eignuðust soninn Jón í apríl.  Fyrir eiga þau Má fæddan 2023. Nadine á son frá fyrra sambandi.

„Jón Snorrason loksins mættur️ í augum okkar er hann engum líkur, nema að vísu ef til vill bræðrum sínum, sem eru reyndar misáhugasamir um Nonna litla á þessari stundu,”

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nadine Guðrún Yaghi (@nadineyaghi)


Val­gerður Kristjáns­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Fannar Sveinsson, sjónvarpsmaður, eignuðust soninn Dag 20. mars. Fyr­ir eiga þau dreng og stúlku, sem eru fædd 2017 og 2019.

„Þetta er Dagur Fannarsson – allt gekk vel og öllum líður vel.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Fannar Sveinsson (@fannarsveins)


Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borgarstjórn, eignuðust soninn Þorstein Halldór 28. júlí. Saman eiga þau son fæddan árið 2022 og Einar tvær dætur frá fyrra sambandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Einar Þorsteinsson (@ethorsteinsson)

Sylvía Rós Arnardóttir og Viðar Örn Kjartansson, fótboltamaður eignuðust son 11. október. Viktor á son frá fyrra sambandi.

„Laugardaginn 11. október klukkan 10:19 mætti þessi risastóri drengur í heiminn. 5,150 kg og 59 sentimetrar. Móður og barni heilsast vel, föður heilsast líka mjög vel. Ótrúlega stoltur af minni fyrir þetta afrek.“

Birta Líf Ólafsdóttir og Gunnar Patrik Sigurðsson, fasteignasali eignuðust dótturina Elísabetu Evu 9. mars. Fyrir eiga þau dóttur fædda árið 2021.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)


Rós Kristjánsdóttir, gullsmiður og annar eigandi Hik & Rós, og Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Rocky Road eignuðust son 13. janúar. Fyrir eiga þau son fæddan árið 2019 og Þorsteinn tvö börn frá fyrra sambandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Thorsteinn Fridriksson (@thorsteinnf)

Margrét Edda Gnarr, einkaþjálfari, og Ingimar Elíasson, eignuðust dóttur 24. september. Fyrir eiga þau tvo syni og Ingimar á tvö börn frá fyrra sambandi.

„Jæja, þá er maður orðinn fimm barna faðir!“ Móður og dóttir heilsast vel og gekk þetta allt saman eins og í lygasögu. Þær voru reyndar mjög þreyttar eftir átökin eins og sést vel á mynd þrjú. Stóru bræðurnir fylltust af ást og verndartilfinningu þegar þeir hittu prinsessuna í fyrsta skiptið í morgun. Já, krakkar, Guð er svo sannarlega góður.”

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ingimar Elíasson (@ingimarel)


Tanja Ýr Ástþórsdóttir, athafnakona, og Ryan Amor, hermaður í breska hernum, eignuðust soninn Ezra 23. janúar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)


Soffía Lena Arnardóttir, húðflúrari, og Orri Einarsson, hönnuður og viðskiptastjóri, eignuðust son 18. júní.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Orri Einarsson (@orrieinars)


Valdís Unnarsdóttir og Ríkharður Óskar Guðnason, Rikki G, eignuðust dóttur 18. nóvember. Fyrir eiga þau eina dóttur.

„Þetta yndislega kraftaverk kom í heiminn 07:20 í morgun. Móður og barni heilast afar vel og faðirinn ekkert nema meyr, stoltur og þakklátur. Daman aftur á móti gæti þurft klippingu áður en kemur að fyrsta baðinu, annað eins hár hefur sjaldan sést.“

Kristín Pétursdóttir, leik­kona, og Þorvar Bjarmi Harðarson eignuðust soninn Tind 5. maí. Kristín á son frá fyrra sambandi.


María Birta Bjarnadóttir Fox, leikkona, og Elli Egilsson, listamaður, ættleiddu dótturina Naja í maí. Fyrir eiga þau ættleidda dóttur, Ingaciu, sem er fjögurra ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by María Birta Fox (@mariabirta)


Tónlistarparið Ólafur Arnalds og Sandrayati Royo Fay eignuðust soninn Mána Surya í lok september.

„Litli drengurinn okkar kom í lok september. Við erum öll heilbrigð og hress, þreytt og agndofa, algjörlega breytt og í bata og óendanlega þakklát. Svo margt að segja en það hefur verið dásamlegt að vera aftengd frá umheiminum og sökkva djúpt inn í augnablikið með þessum vaxandi litla manni sem breytist á hverjum degi, hann er þegar farinn að kenna okkur svo mikið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sandrayati (@sandrayati)


Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason eignuðust dóttur í júní. Hilmir á tvær dætur frá fyrra sambandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Vala Eiriksdottir (@valakristine)


Björg Hermannsdóttir, augnhárasérfræðingur, og Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleiksmaður, eignuðust dóttur 11. desember. Fyrir eiga þau tveggja ára dóttur.

„Fullkomna litla systir mætti í heiminn 11.12.25. Við erum í skýjunum með hana og stóra systir er svo spennt og dugleg að hjálpa.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Björg Hermanns (@bjorghermanns)


Hlaðvarpsstjörnurnar Harpa Lind Hjálmarsdóttir og Sigþór Gunnar Jónsson eignuðust soninn Jökul Myrkva 10. ágúst. Fyrir eiga þau son og dóttur.

Unnur Eggertsdóttir, leikkona og söngkona, og Travis Raad, tónlistarmaður, eignuðust dótturina Söru Lóu í mars. Fyrir eiga þau dóttur fædda árið 2022.


Ása Steinarsdóttir, ferðaljósmyndari, og Leo Alsved, stofnandi ferðaþjónustufyrirtækisins Vanlife Iceland, eignuðustsoninn Jökul 31. júlí. Fyrir eiga þau son fæddan árið 2022.

„Hann er mættur! Litli drengurinn okkar fæddist 31. júlí 2025 og lífið hefur ekki verið það sama síðan. Við erum gjörsamlega ástfangin og njótum allra töfra nýburans. Við tökum hlutunum rólega og njótum þessa nýja kafla sem fjögurra manna fjölskylda.”

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars (@asasteinars)

Fanney Ingvarsdóttir, markaðssérfræðingur hjá BIOEFFECT, og Teitur Páll Reynisson, starfsmaður hjá Landsbankanum, eignuðust dóttu 28. september. Fyrir eiga þau dóttur og son.

„Elsku litla draumadísin okkar kom í heiminn seinni partinn í gær á sólríkum sunnudegi, 28.09.25. Lítil vog eins og mamma sín. Stóru systkinin eru óendanlega stolt af litlu systur og mamma og pabbi þakklátust í heimi fyrir þríeykið sitt. Lífið!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Fanney Ingvarsdottir (@fanneyingvars)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Laufey í uppáhaldi hjá Obama

Laufey í uppáhaldi hjá Obama