

Nýjasta mynd leikstjórans Baltarsar Kormáks, Apex, er nú í tökum og hefur People birt fyrstu myndir frá tökustað. Það eru Charlize Theron, Taron egerton og Eric Bana sem fara með aðalhlutverk, en myndin kemur á Netflix 24. apríl 2026.
Egertn leikur raðmorðingja sem eltir Theron í óbyggðum Ástralíu. Á myndum má sjá hana klífa fjöll og á flótta undan moðringjanum.
„Syrgjandi kona sem reynir þolmörk sín í áströlskum óbyggðum verður skyndileg fórnarlamb miskunarlauss rándýrs,“ segir í samantekt.
Þótt Theron sé reynslumikil hasarmyndaleikkona segir hún við People að undirbúningur fyrir Apex og brellur hennar hafi falið í sér meiri vinnu með öfgaíþróttir en að læra nýja bardagarútínu.
„Í þessu tilfelli var ég að klifra mikið. Ég var að klifra nánast á hverjum degi. Og þegar ég kom til Ástralíu var ég mikið á kajak. Það er mikil æfing. Ég var bara að verða eins sterk og ég gat því ég klíf öll fjöllin í myndinni. Ég er að klifra öll þau og ég er að klifra þau berfætt.“
„Ég hafði aldrei klifrað áður, nema í tré þegar ég var krakki í Afríku,“ segir hún. „Það er frábært. Það er svo gaman.“

„Það var heillandi að sjá Charlize umbreytast og takast á við þær mismunandi áskoranir sem hlutverkið krafðist. Frá því að vera ákafur (berfættur) fjallgöngumaður í frábæran kajakræðara og synda í gegnum brjálaðar ár, að ekki sé minnst á að berjast fyrir lífi sínu,“ segir Baltasar við People. „Við ákváðum að fara engar flýtileiðir og hún stóð svo sannarlega við sitt.“
Egerton snoðaði sig fyrir hlutverkið. „Ég var mjög spenntur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvernig hárið á mér leit út á hverjum degi,“ segir hann.

Theron segir að tökur í náttúrunni í Ástralíu hafi krafist þess að fámennt leikaralið og tökulið hafi stundum þurft að ganga á tökustaði. Myndin bauð henni einnig upp á langþráð tækifæri til að vinna með Eric Bana, sem leikur samstarfsmann hennar.
„Ég hef reynt að vinna með Eric í yfir 20 ár. Við höfum hringlað hvert um annað tengt verkefnum en það hefur aldrei gengið upp, svo þetta var eiginlega sjálfgefið. Ég tók strax til máls og hugsaði með mér: „Eric leikur þetta hlutverk,“ og hann var svo góður að koma og vera með okkur í þrjár vikur. Hann er frábær í myndinni.“
