

„Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur séð einhvern gera til að hefna sín?“
„Það var kona hjá mér sem bjó til lista yfir alla vini hans sem hún ætlaði að sofa hjá,“ sagði James.
„Þetta voru 2-3 af bestu háskólavinum hans, einn samstarfsfélagi, hann var fyrirliði í áhugamannaíþróttaliði og hún ætlaði að sofa hjá einum í liðinu, líka einhverjum úr fantasy football deildinni hans. Hún gerði bókstaflega lista og sagðist ætla að stunda kynlíf með þeim öllum. Bara til að sýna honum, hún ætlaði að eyðileggja allt sem hann elskaði þannig hann gæti aldrei horft aftur eins á þessa gaura.“
Ekki nóg með að gera lista þá fylgdi hún honum eftir. „Hún kláraði alla á listanum. Hún var ákveðin, en ég segi oft við fólk í hefndarhugleiðingum að það ætti að byrja á því að grafa líka eigin gröf, því hefnd er eins og að taka upp sjóðandi heit kol til að kasta í hina manneskjuna, þú hittir kannski hinn aðilann en skaðbrennur sjálfur í leiðinni,“ James.
@realcodiesanchezWhat’s the craziest, most calculated thing someone ever did out of revenge? James Sexton shares a story that will make you rethink settling any score. Check out BigDeal Podcast to watch the full video.