

Linda Pétursdóttir master lífsþjálfi ráðleggur fólki tvö ráð þegar kemur að matarvenjum: að láta lofta um matardiskinn og að nota alltaf matardisk.
Linda sem er einnig grafískur hönnuður bendir á að þar er alltaf talað um „negative space“, sem kallað er að láta lofta um efnið. Linda útskýrir þetta nánar í myndbandi á Facebook-síðu sinni og kallar þetta Pláss á disknum.
„Þegar maður er að hanna auglýsingu á blað er talað um loft í hönnuninni þannig að það er alltaf pláss á síðunni þar sem er ekki neitt. Þannig að auglýsingin fær að anda. Mig langar að benda ykkur á að gera slíkt hið sama með matardiskinn ykkar, leyfið honum aðeins að anda.“
Linda nefnir að gott er að hafa þetta í huga núna um hátíðirnar, og alltaf.
„Þú færð þér mat á diskinn og vertu viss um að hann sé með loft, það er að hann er ekki troðfullur, heldur að þú sjáir í litinn á disknum. Þú sérð alltaf í lit disksins, þannig seturðu minna magn á diskinn.
Annað gott ráð er að borða bara af disk, ekki stinga upp í þig hér og þar. Þannig er auðveldara að halda okkur frá millibitum. Ef þig langar í eitthvað þá nærðu þér í disk og setur á hann.“