

Lag eftir söngkonuna Laufeyju Lín Jónsdóttur er á árlegum lista Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, yfir tónlist, bækur og kvikmyndir sem stóðu upp hjá honum á árinu.
Obama birti listann á samfélagsmiðlum og þar má sjá lagið Silver Lining eftir Laufey. Á listanum eru meðal annars Abracadabra með Lady Gaga, Faithless með Bruce Springsteen, Nokia með Drake og Please Don´t Cry með Kacy Hill.
View this post on Instagram
Laufey er nú á tónleikaferðalagi sem lýkur með tvennum tónleikum hennar í Kórnum í Kópavogi 14. og 15. mars. Laufey hlaut Grammy-verðlaun árið 2024 fyrir plötuna Bewitched og er tilnefnd í ár fyrir plötuna A Matter Of Time.