fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin

Fókus
Þriðjudaginn 16. desember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram- og OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin, 33 ára að aldri, en hún fannst látin fyrir utan hótelbyggingu á taílensku eyjunni Phuket í síðustu viku.

Mary vakti jafnan athygli hvert sem hún fór enda hafði hún gengist undir ógrynni lýtaaðgerða á síðustu árum, auk þess að vera þakin húðflúrum.

Mary, sem hét réttu nafn Denise Ivonne Jarvis Gongora, var fædd og uppalin í Mexíkó en var þar að auki með kanadískt ríkisfang.

Mail Online greinir frá því að Mary hafi fallið af svölum hótelherbergis síns á 9. hæð.

Rannsókn málsins stendur yfir, en ekki leikur grunur á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Starfsfólks hótelsins segist hafa séð Mary koma inn á hótelið síðastliðinn þriðjudag, en tíu mínútum síðar hafi hún fallið niður af svölunum.

Mary var með um hálfa milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum en hún lýsti því meðal annars að hún hefði fengið strangt uppeldi þar sem henni var meðal annars bannað að horfa á teiknimyndir frá Disney.

Hún gerði uppreisn gegn foreldrum sínum og hóf að nota eiturlyf og stunda kynlíf. Hún reyndi fyrir sér sem strippari þegar hún var aðeins sautján ára og gerðist fylgdarkona skömmu síðar.

Síðar stofnaði hún síðu á OnlyFans og segir hún að það hafi verið hennar leið út úr vændinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu